Fréttir

Fiskidagurinn mikli aflagður

Fiskidagurinn mikli aflagður

Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til. Stjórn samnefnds félags, sem stofnað var árið 2005 til að halda utan um samkomuhaldið, hefur ákveðið að láta nú staðar numið. Sú er niðurstaðan eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður undanfarnar vikur við undirbúning á Fiskideginum mikla 2024 sem hófst strax að loknum Fiskideginum mikla í ágúst síðastliðnum. Fyrir lá þá þegar að styrktaraðilar og sjálfboðaliðar væru reiðubúnir í enn eitt samkomuhaldið að ári.
Litli Fiskidagurinn varð risastór

Litli Fiskidagurinn varð risastór

Íbúar Grundarheimilanna fengu Fiskidaginn mikla heimsendan í gær, 31. ágúst, í bókstaflegum skilningi. Þetta átti við dvalar- og hjúkrunarheimilin Grund og Mörk i Reykjavík og Ás í Hveragerði.
Þakklátir gestir og heimamenn brosa líka breitt

Þakklátir gestir og heimamenn brosa líka breitt

Einfaldast og réttast er að lýsa reynslu af Fiskideginum mikla 2023 með því að segja: Þetta tókst!
Skipulag og undirbúningur skiluðu „heilbrigðara samkomuhaldi“ en ella

Skipulag og undirbúningur skiluðu „heilbrigðara samkomuhaldi“ en ella

„Fiskidagurinn mikli er stærsti löggæsluviðburðurinn á Norðurlandi eystra í ár og umtalsverð áskorun að sinna honum eins og nauðsyn krefur á þeim tíma sem flestir landsmenn voru í sumarleyfum, þar með taldir lögreglumenn.

Heiðursviðurkenningar Fiskidagsins mikla

Heiðursviðurkenning Fiskidagsins mikla Fiskidagurinn mikli heiðraði sem fyrr þá sem hafa með jákvæðum hætti haft áhrif á atvinnusögu Dalvíkurbyggðar og íslenskan sjávarútveg. Fleiri voru að þessu sinni heiðraðir en ella í ljósi þess að Fiskidagurinn var ekki hátíðlegur haldinn á árunum 2020, 2021 og 2022.
Rúgbrauð smurt - viðbitið hvergi sparað.

Rúgbrauðs- og salatherinn í stórsókn

Enginn deyr úr leiðindum við að skera og smyrja rúgbrauð eða þvo og skera kál - alla vega ekki á Dalvík. Herdeildir rúgbrauðs og grænmetis fara hamförum í sínum þáttum undirbúnings og skemmta sér svo vel að söngur og trall ómar um allt hafnarsvæðið. Meira að segja er stiginn dans af og til í miðjum klíðum.
Hjónin Ásta María Ástvaldsdóttir og Grímur Þór Gíslason, eigendur Gríms kokks ehf. í Vestmannaeyjum.

Grímur kokkur & Co í þrettánda sinn

Já, já. Eyjamennirnir mæta og eru reyndar þegar mættir. Þegar Vestmannaeyjar ber á góma á Dalvík í Fiskidagsvikunni kemur jafnan tvennt upp í hugann: Geir Jón Þórisson og föruneyti og Grímur kokkur með allt sitt harkalið og góðmeti.
Harkaliðið í súpuundirbúningi. Húsráðendur, Gerður og Daði, standa við borðendann, hann til hægri.

110 lítrar af veislusúpu í boði að Ásvegi 1

Við erum að laga 110 lítra af karrí-kókoslagaðri skelfisksúpu fyrir um 700 manns. Í þetta sinn fá gestir okkar ferskan fisk í málin sín og við hellum síðan súpunni yfir líkt og tíðkast á fínustu veitingahúsum.
Gunnar Þór Þórisson gítarleikari, Kristinn J. Hauksson bassaleikari og Halli Gulli trommuleikari. …

Teigaband á útopnu

Bændarokkarar byggðarlagsins, sjálft Teigabandið, stíga á stokk á hátíðarsviðinu um helgina, skárra væri nú. Þeir æfðu af krafti í aðsetri sínu við Dalvíkurhöfn í gær og komu vel undan sumri, hvorki ryð né ryk að finna í gangverkinu og nú skal gengið til Fiskidagsleiks með nýsmurða vél.
Flugeldapúður og rúgbrauð

Flugeldapúður og rúgbrauð

Ólíkt hafast menn að í Dalvíkurbyggð í Fiskidagsvikunni en markmiðin eru jafnan þau hin sömu: að gleðja heimafólk og gesti Fiskidagsins úr öllum landshornum sem mest og best um helgina.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10