Heiðranir

Fiskidagurinn mikli heiðrar árlega - Sjá flettilista hér til hliðar.

Strax á fyrsta Fiskideginum mikla var lagður grunnur að þeirri venju að heiðra einhvern eða einhverja sem skipt hafa máli fyrir sjávarútveg í Dalvíkurbyggð, og þá jafnvel í landinu öllu, á undanförnum árum eða áratugum. Mikil leynd hefur ætíð hvílt yfir því hver verður heiðraður, reyndar svo mikil að þeir sem heiðraðir hafa verið hafa ekki vitað af því fyrr en þeir hafa verið kallaðir upp á sviðið. Jóhannes Hafsteinsson vélsmiður hefur búið til viðeigandi minjagrip sem afhentur hefur verið þeim sem heiðraður er ásamt heiðursskjali. Nöfn þeirra sem heiðraðir hafa verið ásamt stuttum skýringartextum eru einnig á stöplum fyrir framan Byggðasafnið Hvol. Hér í flettilistanum til hliðar er listi yfir þá sem heiðraðir hafa verið til þessa.

Frá upphafi hafa þrír einstaklingar lagt fram mikla sjálfboðavinnu við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis.
Jóhannes Hafsteinsson frá Miðkoti er maður einstaklega handlaginn og bóngóður. Hann hefur smíðað og gefið alla gripina sem hafa verið færðir þeim sem hafa verið heiðraðir, einnig stóru minnimserkin sem standa á Kaupfélagsbakkanum. Hann hannaði og smíðaði stöplana sem eru við byggðasafnið Hvol.

Jóhann Antonsson hefur séð um alla textagerð og upplýsingaöflun.
Svanfríður Inga Jónasdóttir hefur séð um heiðrunina á sviðinu.


Jóhannes við minnismerki síldaráranna.