Heiðrun 2006

Fiskidagurinn mikli heiðrar árið 2006:

Helga Jakobsson og Sigurð Haraldsson

 

Helgi Jakobsson

Helgi Jakobsson er heiðraður fyrir störf sín við sjávarútveg. Störf hans voru bæði til sjós og lands og þau stundaði hann hér, auk þess að miðla þekkingu sinni til þróunarlanda. Helgi hóf ungur sjósókn og var skipstjóri á ýmsum skipum, bæði við síldveiðar og bolfiskveiðar. Um tíma starfaði Helgi hjá Sameinuðu þjóðunum og var þá fulltrúi FAO við skipulagningu veiða á Indlandi og Tyrklandi og miðlaði þar reynslu og þekkingu Íslendinga á fiskveiðum til annarra þjóða. Helgi Jakobsson rak síðan fiskverkun og útgerð á Dalvík um nær tveggja áratuga ske


Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson er heiðraður fyrir störf sín við sjávarútveg á Dalvík, sérstaklega fyrir farsælan skipstjórnarferil í fjóra áratugi. Sigurður hóf ungur sjósókn og var skipverji á ýmsum skipum, bæði við síldveiðar og bolfiskveiðar. Árið 1967 varð Sigurður skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Dalvíkinga hf, sem nú er hluti af Samherja hf og starfaði hann þar í nær fjörutíu ár. Í júlí 2006 lét hann af skipstjórn á skuttogaranum Björgúlfi EA 312  en þar hafði hann verið skipstjóri frá því togarinn kom nýr til Dalvíkur eða í nær 30 ár. Við starfslok hans var það reiknað út að skipið hafði á þessum tíma aflað um 110.000 tonn sem er að útflutningsverðmæti um 30 milljarðar króna.