Smellið á hlekkina til að spila lögin.
Fiskidagurinn mikli (mp3)
Á fiskidaginn mikla (wma)
https://www.youtube.com/watch?v=-lT-WIn4xOk
Gleðinnar dans
Fiskidagurinn mikli ( 2023)
Gleðinnar dans
Lag: Hlynur Snær Theodórsson og Labbi . Texti Hlynur snær
Hey krakkar komiði, með mér út
Já kveðum burtu sorg og sút.
Í fjörðinn fagra, mín liggur leið
og Dalvík heilsar..mér eftir beið.
Við grípum með okkur gítarinn
og gömlu lögin sem, voru inn
leikum saman og dönsum dátt.
Uns dimma tekur við, hafið blátt.
Fiskideginum fögnum við
Syngjum saman hlið við hlið.
Dönsum dönsum við söng og skál
því dansinn er okkar tungumál.
Í söngsins tónum og töfraþraut
þá tíminn flýgur já, hverfur á braut.
þar sem hamingjan, er við völd
varir minning um, frábært kvöld.
Fiskideginum fögnum við
Syngjum saman hlið við hlið.
Dönsum dönsum við söng og skál
því dansinn er okkar tungumál.
Já dönsum dönsum við söng og skál
því dans er gleðinnar tungumál.
Hlynur Snær
Fiskidagurinn mikli ( 2001)
Lag: Friðrik Ómar Hjörleifsson og texti Gunnar Þórisson.
Hér stoltir við stöndum,
með sjávarfanginu sprikklandi.
Fiskvinnslan fer öll úr böndum,- því
Fiskiþjóðin er stikklandi.
Því nú verður boðið til borðhalds,
öllum sem að búa á Íslandinu.
Lítt’á Dalvík það er kjörið
Líttu við og sjáðu ; “Fjörið, er hér”.
Líttu við og láttu sjá þig
hér á fiskidaginn mikla
Já, komd’á Fiskidaginn mikla.
Hér vinnum við fiskinn,
og veislumat gerum handa þér.
Á Dalvík þú færð á diskinn,- þinn,
draumarétti úr sjónum hér.
Við dragspil verður dansað,
Dalvískir-listamenn gleðjast með þér.
Lítt’á Dalvík það er kjörið
Líttu við og sjáðu ; “Fjörið, er hér”.
Líttu við og láttu sjá þig
hér á fiskidaginn mikla
Já, komd’á Fiskidaginn mikla.
Í bátsferð þér er boðið,
Á bryggjunni dorgar í soðið.
Við dragspil verður dansað,
Dalvískir-listamenn gleðjast með þér.
- og - líka með mér !
Lítt’á Dalvík það er kjörið
Líttu við og sjáðu ; “Fjörið, er hér”.
Líttu við og láttu sjá þig
Hér á Fiskidaginn mikla
Já, komd’á Fiskidaginn mikla.
Á Fiskidaginn mikla (2003)
(Karlakór Dalvíkur / Júlíus Baldursson á skeiðar)
Lag og texti: Guðmundur Óli Gunnarsson.
Á Fiskidaginn Mikla má sjá furðustórt brot af því besta,
furðufiska sem að synd’í sjónum má þar líta all-flesta.
Þá ótalið er furðuverk, sem er hið allra-mesta;
furðu- mikla -fugla, sem að leynast hér í hópi gesta.
Á Fiskidaginn,
gengur allt í haginn,
fleytifullur kajinn
þér býður fiskismakk.
Á Fiskidaginn,
fyllist á mér maginn,
skíni sól á sæinn
ég segi bara takk!
Mamma.
(Vináttukeðjulagið - Frumflutt 2007 )
Lag: Friðrik Ómar Hjörleifsson og texti Þorsteinn Már Aðalsteinsson.
Í löndum öllum lítil börn
Leggja munn við brjóstin þín
þá lítur fyrsta lífsins vörn
litlu augun mín
Móðir kær þín mjólk er góð
Mátt úr henni teiga ég
Ég mun þræða þína slóð
Þú ert yndisleg
Að fæða heim er firnaverk
fáum tekst það vel að gera
Mæður jarðar máttarverk
mega allar stoltar vera
Mamma, mamma…………….
Misjafnt bí(ý)ður manna veröld
Mjúkar hendur faðma vill
Hún er stundum hörð og köld
Hún er stundum ill
Veröld okkar verður snúin
Vindar blása hér og þar
Eins er auður annar rúinn
allra bíður eilífðar.
Verndi þitt heilaga himneska ljós
helgi þess aldrei við týnum
Veittu þeim gæfu, visku og hrós
Vak yfir börnunum mínum.
Mamma !
Mamma !
Mamma !
Trúin flytur fjöll. …
Nýr Fiskidagstexti (2008 )
Höfundur: Lovísa María Sigurgeirsdóttir.
( Ekkert lag ennþá )
Textann má syngja við lagið "You are my sunshine"
Með sól í hjarta og söng á vörum,
við saman komum á fiskidag.
Á Dalvíkina nú flest við förum,
þar finnum ást og bræðralag.
Í fiskisúpu er frjálst að mæta,
og fólkið kemur með bros á brá.
Vináttu-keðjan mun alla kæta,
knús og faðmlög allir fá.
Við bjóðum ykkur til borðs að ganga,
og bragða á fiskiréttunum.
Af sviði tónlist mun flesta fanga,
frá öllum skemmtikröftunum.
Við þökkum kærlega komu þína,
og hvað þú virtir okkar rann.
Því okkar tilgangur er að sýna,
að öll við virðum náungann.
Dragðu mig til Dalvíkur (2010)
Texti: Guðni Már Henningsson.
Lag: Birgir Már Henningsson.
Flytjendur: Hvanndalsbræður.
Fljótur dragðu mig til Dalvíkur
Þar sem drauma verður dansleikur
ég vil fara þangað fljótt,
og finna fólkið afbragðsgott
dag og nótt
Þegar dragnast ég til Dalvíkur
dansa ég upp í Miðkotin
og Bjarnastaðabeljurnar
baula Fiskidaginn inn
Ég mun leggja frá mér leiðindin
því líklega eru líkindin
að bryðja muni ég þunnildin
beinasmá og hjólbeinótt
dag og nótt
Þegar dragnast ég til Dalvíkur
dansa ég upp í Miðkotin
og Bjarnastaðabeljurnar
baula Fiskidaginn inn
Fljótur dragðu mig til Dalvíkur
ég er dálítið einsog moldríkur
ég vil fara þangað fljótt
þar finnst af fiski algjör gnótt
dag og nótt
Þegar dragnast ég til Dalvíkur
dansa ég upp í Miðkotin
og Bjarnastaðabeljurnar
baula Fiskidaginn inn
Kvöldið fyrir Fiskidag
Lag og texti Aron Óskarsson ( Frumflutt á Vináttukeðjunni 2010)
Það var á Fiskisúpukvöldinu
Þegar ég hitti þig á röltinu
Þú varst með súpuskál og skeið
Get ekki lýst því hvernig mér leið
Þú varst svo sæt, svo heillandi
Að ég þráði mest að kyssa þig
Þú varst sú eina sem ég sá...
varst sú eina sem ég vildi fá...
Ég sá þig standa á horninu
Á fiskisúpukvöldinu
Þú varst að ausa súpu í skál
Og mér fannst þú, vera svo klár
Ég vildi vita meira um þig,
Af því þú heillaðir mig
Þú áttir hug minn þetta kvöld
Þú hafðir tekið af mér öll völd.
Ég sá þig ekki meir það kvöld
Þó ég kíkti inní milljón tjöld
En ég helt í vonina
Að við myndum hittast næsta dag
Þó að ekkert gerðist þá,
ekki gleyma því má,
að við höfum alltaf Fiskidaginn mikla.