Fiskasýningin 2023
2017 færðum við sýninguna inn í hús þannig verður það einnig núna
S.l 17 hátíður hefur Skarphéðinn Ásbjörnsson sett upp einstaka fiskasýningu ásamt bróðir sínum Ægi Ásbjörnssyni þar sem sýndir hafa verið rétt um 200 ferskir fiskar. Það má segja að Skarphéðinn, vinir og kunningjar og góðar áhafnir séu stóran hluta úr árinu að safna. Vinnan við þessa sýningu er mikil og ómetanleg. Spennandi verður að sjá sýninguna í ár. Alltaf hefur verið sýndur hákarl og verður hann að venju skorinn í beitur kl 15.00 og er þessi liður í umsjá Gunnar Reimarssonar.
Það er mikið af fiskum til í sjónum, hér að neðan eru nokkur nöfn sem við munum sjá á sýningunni.
Rauða Sæverslu - Hákarl - Háf - Grásleppu - Hlýra - Búra - Áttstrending - Langlúru - Flúru - Þaraþyrskling - Urriða - Tindabykkju - Silung - Krækil - Litlu mjóru - Hálfberu mjóru - Hveljusogsfisk - Spærling - Marhnút - Karfa - Deplaháf - Sexstrending - Þorsk - Krossfisk - Guðlax - Skötu - Karfa og frænda hans - Ufsa - Rækju.........