Flugeldasýningin 2023

Flugeldasýningin 2023


Sýningin er í boði Samherja sem á 40 ára afmæli í ár.  Snillingarnir í björgunarsveitinni á Dalvík eru fyrir löngu byrjaðir að undirbúa myndarlega sýningu. Flugeldasýningin verður að venju a
ð kvöldi Fiskidagsins mikla kl 23.50. á hafnargarðinum á Dalvík beint í kjölfarið á tónleikunum. Líkt og áður mun björgunarsveitin á Dalvík sjá um uppsetningu og alla vinnu í kring um  þetta stóra verkefni. Sýningarnar á Fiskidaginn mikla hafa tekist vel og þótt afar vel uppsettar og áhorfendur hafa gripið andann á lofti og hrópað af ánægju og undrun. Björgunarsveitin hefur á að skipa einstaklega hæfu og lærðu fólki á þessu sviði. 

Flugeldar á Fiskidaginn mikla