Heiðrun 2004

 

Fiskidagurinn mikli heiðrar árið 2004:

Gunnar Aðalbjörnsson

Gunnar Aðalbjörnsson er heiðraður fyrir störf sín við sjávarútveg á Dalvík, sérstaklega fyrir þá forystu sem hann hefur haft við uppbyggingu frystihússins á Dalvík sem nú er í eigu Samherja hf. Uppbygging þess og þróun á undanförnum árum er ekki aðeins merkt spor í atvinnusögu Dalvíkur heldur hefur sú vinna haft áhrif á þróun fiskiðnaðar í  landinu öllu.

Frystihúsið á Dalvík er í dag fullkomnasta fiskiðjuver hér á landi og hefur Gunnar Aðalbjörnsson, sem hefur verið frystihússtjóri frá 1983, farið fyrir hópi stjórnenda sem þróað hafa þetta fiskiðjuver. Mikill metnaður og góður starfsandi hefur einkennt starfsemi frystihússins. Húsið tengdist um árabil starfi fiskvinnsluskólans sem rekinn var á Dalvík Fagþekking starfsfólks er mikil sem hefur jákvæð áhrif á allan vinnumarkaðinn á Dalvík.