Heiðrun 2005

Útræði fyrri alda  -  ( 2005)

Allir þeir sem stunduðu útræði frá Böggvisstaðarsandi og lögðu með dugnaði sínum og áræði grundvöll að byggð á Dalvík eru heiðraðir. Útræði frá Böggvisstaðasandi á sér langa sögu. Lítil náttúruleg hafnaraðstaða hefur  þó vafalaust hamlað þessari útgerð. Nútímafólk sem horfir á hafnarmannvirkin eins og þau eru í dag á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem þurftu að mæta náttúruöflunum í ham á litlum bátkænum þar sem sex eða átta menn voru undir árum.  Á síðustu áratugum 19. aldar tók fólk að hafa fasta búsetu hér við ströndina. Fram til þess tíma voru einungis verbúðir bænda hér á Böggvisstaðarsandi en svo kallaðist það svæði sem þéttbýlið myndaðist einkum á, og hlaut síðar nafnið Dalvík.