Fréttir

Fiskidagurinn mikli aflagður

Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til. Stjórn samnefnds félags, sem stofnað var árið 2005 til að halda utan um samkomuhaldið, hefur ákveðið að láta nú staðar numið. Sú er niðurstaðan eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður undanfarnar vikur við undirbúning á Fiskideginum mikla 2024 sem hófst strax að loknum Fiskideginum mikla í ágúst síðastliðnum. Fyrir lá þá þegar að styrktaraðilar og sjálfboðaliðar væru reiðubúnir í enn eitt samkomuhaldið að ári.