Heiðrun 2001

Fiskidagurinn mikli heiðrar árið 2001:

Hilmar Daníelsson

Hilmar Daníelsson er heiðraður fyrir störf sín við sjávarútveg á Dalvík, sérstaklega fyrir frumkvæði að stofnun Fiskmiðlunar Norðurlands hf. Undir forustu Hilmars markaði fyrirtækið spor í atvinnusögu Dalvíkur og hefur haft áhrif á þróun sjávarútvegs víða um land. Fiskmiðlun Norðurlands hf hefur náð mjög sterkri markaðsstöðu í útflutningi þurrkaðara sjávarafurða frá Íslandi til Nígeríu. Hina sterku stöðu nýtti fyrirtækið undir forustu Hilmars til að auka samstarf framleiðenda á Íslandi og kaupenda í Nígeríu. Undir forustu Hilmars stofnaði Fiskmiðlun Norðurlands hf til fiskmarkaðar á Dalvík þegar á fyrstu árum slíkrar stafsemi hér á landi