Matseðill Fiskidagsins mikla 2017
Yfirkokkur: Friðrik V. Aðstoðarkokkar: Arnþór Sigurðsson og Arnrún Magnúsdóttir
Allt brauð er í boði Kristjánsbakarís
Allir drykkir eru í boði Vífilfells.
Allt meðlæti: Olíur, kryddlögur, krydd, sósur og grænmeti er í boði Ásbjörns Ólafssonar
Allt gas í boði Olís
Allur fiskur í boði Samherja nema að annars sé getið
Allur flutningur í Boði Samskip
Matseðill á almennu grillstöðvunum, fiskurinn í boði Samherja.
Ný fersk bleikja í grískri marineringu
Nýr ferskur þorskur í asískri drekasósu
Léttsaltaðir þorskhnakkar á ítalska vegu með tómötum og kryddjurtum
Eftirfarandi sérstöðvar eru fyrir utan almennu grillstöðvarnar:
Langgrillið: 8 metra langt gasgrill, stærsta gasgrill á Íslandi. “65 og “66 árgangarnir grilla.
Fiskborgarar í brauði með svartpipartómatsósu – Samherji/Kristjánsbakarí/Ásbjörn
Rækjusalatsstöð
Hawaian mangó grænmetis rækjusalat. Dögun
Sasimistöð – Sasimistjóri Addi Jelló og Ingvar Páll Jóhannsson
Sashimi,hrefnukjöt og lax frá Arnarlaxi
Rækjustöð: Linda og Magga. Einu rækjudrottningar Íslandssögunnar
Nýveiddar rækjur í skelinni og sojasósa.
NINGS stöð: Stærsti súpupottur Íslands. Bjarni höfðingi á Völlum, ættingjar og vini
Bleikju og rækjusúpa með austurlensku ívafi.
Grímsstöð: Grímur Kokkur og eyjafólkið skemmtilega
Plokkfiskurinn góði og fiskistangir
Grafin bleikjustöð - Friðrik V - Hrísiðn
Hríseyjarhvannargrafinbleikja með dillsósu og ristuðu brauði
Moorthy, Indian Curry Hut stöð
Tandoori bleikja með Naan brauði
Fish and chips stöð. Akureyri Fish og Reykjavík Fish.
Fish and chips.
Filsustöð - Skíðafélag Dalvíkur grillar Filsur
Filsur ( Fiskipi(y)lsur) með þrennskonar sósu í filsubrauði. Samvinnuverkefni Kjarnafæðis, Friðriks V og Fiskidagsins mikla.
Lítrík harðfisksstöð með Nígerísku yfirbragði: Fallegir búningar, skemmtilegt fólk, einstakur harðfiskur og bráðhollt íslenskt smjör—Salka Fiskmiðlun.
Síldar- og rúgbrauðstöð: Kolla Páls og síldarstúlkurnar.
Síld og heimabakað rúgbrauð með smjöri. Samherji og bestu rúgbrauðsbakarar landsins.
Kaffistöð: Rúbínkaffi í kroppinn—Kaffibrennslan á Akureyri.
Íspinnastöð: Samhentir, vinir Fiskidagsins mikla númer 1 gefa þúsundir íspinna.
Samhentir umbúðamiðlun hafa verið með okkur frá upphafi.
Gasið á grillin er í boði Olís.