Tjaldsvæði Dalvíkur í Fiskidagsvikunni 2017
Aðkoma: Hægt er að leggja húsbílum, vögnum og tjalda á svæðum við tónlistarskólann, Víkurröst, umhverfis sparkvöllinn og við Dalvíkurskóla. Fjórar akstursleiðir eru að tjaldsvæðum.
1. við Ásgarð: Við bæjarmörkin, áður en komið er að Olís. Ekið er inn á það svæði norðan við Ásgarð. Gott svæði fyrir stærri tæki. (Sjá kort inngangur 1)Þar er þó hvorki heitt vatn né aðgangur að rafmagni
2.Tjaldsvæði Dalvíkur með rafmagni og þjónustubyggingu. Ekið er inn á mótsvið Olís.( Sjá kort inngangur 2)
3.Tjaldsvæði Dalvíkur norðan við aðaltjaldsvæði. Ekið er inn á tjaldsvæði frá Svarfaðarbraut. (Sjá kort inngangur 3)
4.Tjaldsvæði sunnan og ofan við sundlaug: Hægt verður að komast þangað frá Böggvisbraut. (Sjá kort inngangur 4)
Gjald fyrir tjaldsvæði er 5.000 kr. gildir einu hvort um er að ræða fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla, tjaldvagna eða tjöld. Gjaldið veitir leyfi til gistingar frá þriðjudeginum fyrir Fiskidaginn mikla til mánudags. Tekjur af tjaldsvæði sem verða til í fiskidagsvikunni renna að stærstum hluta til íþróttastarfs hjá Dalvík/Reyni.
Félagsmenn í Dalvík / Reyni munu sjá um gæslu og innheimtu á tjaldsvæðinu. Hægt er að ná í umsjónarmann tjaldsvæðis í síma 625-4775
Aðstaða: Tjaldsvæðin eru vel staðsett í göngufæri við hátíðarsvæði og alla þjónustu. Snyrtingar, sturtur, losunarbúnaður fyrir húsbíla og aðgangur að rafmagni er á tjaldsvæði (sjá kort inngangur 2). Því miður er ekki hægt að tryggja öllum gestum aðgang að rafmagni. Gestir eru beðnir um að nota rafmagnið á skynsaman hátt og lágmarka notkun á tækjum sem taka mikið rafmagn t.d. rafmagnsofnar. Gjald fyrir rafmagn er kr. 1.000.- kr. á sólarhring.
Öryggismál: Öryggissvæði verða máluð á tjaldsvæði til að tryggja það að slökkvilið og sjúkraflutningamenn geti komist að í neyðartilfellum.
Tjaldsvæðinu er skipt upp í merkt hólf. Mikilvægt er að gestir geri sér grein fyrir hvaða svæði þeir tilheyra komi til þess að kalla þurfi til neyðaraðstoð.
Til að auka öryggi gesta er mikilvægt að hafa hæfilegt bil á milli gistieininga. Standi tjöld og ferðavagnar of þétt saman er mikil hætta á að eldur breiðist út milli tjalda eða ferðavagna. Því þarf bil milli stakra tjalda minnst að vera 3 metrar. Bil á milli ferðavagna innbyrðis skal vera minnst 4 metrar. Sjá nánar lágmarksstærðir á mynd:
Í neyðartilfellum skal hafa samband við neyðarlínuna 112.
Á tjaldsvæðum á Dalvík gilda landslög sem segja að þar er einstaklingum undir 18 ára aldri er ekki heimilt að tjalda nema í fylgd með foreldrum. Ungu fólki sem uppfylla ekki þessi skilyrði verður ekki heimilað að tjalda og gert að fjarlægja tjöld og annan búnað ef tjaldað er án leyfis. Aðeins er heimilt að tjalda á merktum tjaldsvæðum.
Bílastæði eru við grunnskólann, Víkurröst og sunnan knattspyrnuæfingasvæðis við innkeyrslu í bæinn. Athugið einnig önnur merkt bílastæði í öllum bænum sem sjá má á korti. Sýnum útsjónarsemi og tillitssemi við lagningu ökutækjanna og nýtum plássin vel. Bannað er að aka um tjaldsvæði að nóttu til. Ætlast er til að þeir sem geyma bíla sína inni á tjaldsvæðum hreyfi þá ekki fyrr en við heimferð.
-
Sundlaug Dalvíkur verður opin; mán - fim frá 6:15 til 20:00, föstudeginum frá 06:15 - 19:00, á laugardeginum kl. 08:00 - 19:00, á sunnudeginum er opið kl. 08:00 - 16:00. Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir fullorðna, 350 kr. fyrir börn 6 – 18 ára og frítt fyrir börn á leikskólaaldri.
Sturtur á neðri hæð í félagsaðstöðu UMFS verða opnaðar á neðri hæð sundlaugar ef að mikið álag verður á sundlauginni. Opnunartími verður þá auglýstur á svæðinu við íþróttamiðstöðina.
Óskilamunum: verður safnað saman í Sundlaug Dalvíkur.
VELKOMIN Á TJALDSVÆÐI DALVÍKUR