Vináttukeðjan 2014 – Fiskisúpukvöldið 10 ára – Ferð til Færeyja
Kl. 18.00 föstudaginn 8. ágúst verður Fiskidagurinn mikli settur með um klst. langri dagskrá í kirkjubrekkunni. Sem við köllum Vináttukeðjuna. Vináttukeðjuræðuna 2014 flytur Séra Hildur Eir Bolladóttir .Meða þeirra sem fram koma eru hinir einu sönnu Greifar, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Erna Hrönn, Friðrik Ómar, Gyða Jóhannesdóttir, Hljómsveitin Thunder, Karlakór Dalvíkur og leikskólabörn úr Dalvíkurbyggð. Knúskorti og vináttuböndum verður dreift, flugeldum skotið upp. Og í tilefni af því að Fiskisúpukvöldið er 10 ára í ár drögum við úr afmælisdögum allra viðstaddra og aðalvinningurinn er ferð til vina okkar í Færeyjum. Meðal annara vinninga er passi til að skjótast á bakvið stóra sviðið á laugardagskvöldinu og fá mynd með stórstjörnunum. Í lokin verður risaknús til þess að leggja vináttu og náungakærleikslínur fyrir helgina. Súpukvöldið hefst síðan kl 20.15 og stendur til 22.15.