Styrktartónleikar í Bergi – Jónína Björt.
Jónína Björt er fædd og uppalin á Dalvík. Jónína er 24 ára og nú í vor útskrifaðist hún úr Listaháskóla Íslands en þar lærði hún klassískan söng hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Í haust mun Jónína hefja nám við New York Film Academy í New York og þar mun hún stunda nám við söngleikja- og kvikmyndadeild. Því er Jónína að halda styrktartónleika hérna í Bergi þann 9. ágúst kl 17:00 til að styrkja nám sitt erlendis og verður tónlistin mjög fjölbreytt, klassísk verk og einnig söngleikjalög. Ásamt Jónínu munu Leif Kristján Gjerde (píanó), Viktoría Sigurðardóttir (söngkona og dansari) og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir (söngkona) koma fram á tónleikunum. Frítt er á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum. Jónína mun einnig koma fram í Messu í Dalvíkurkirkju og á Vináttukeðjunni.