Söngleikjakvöld á Fiskidaginn Mikla
Laugardaginn 6. ágúst munu söng- og leikkonurnar María Skúladóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir vera með tónleika í Dalvíkurkirkju kl 17:30. Þær munu taka ýmis lög úr söngleikjum sem hafa verið á Broadway á síðustu árum, en þær eru báðar nýútskrifaðar úr söngleikjadeild New York Film Academy og mætti því jafnvel kalla þetta útskriftartónleika.
Ásamt Jónínu Björt og Maríu verða Ásbjörg Jónsdóttir á píanói og Þór Adam Rúnarsson á trommum.
Samskonar tónleikar verða haldnir 11. ágúst í Reykjavík, Hannesarholti kl 20:00.
Engin aðgangseyrir verður en þó verður tekið við frjálsum framlögum til að greiða hljóðfæraleikurum.
Allir hjartanlega velkomnir