Veitingastaðurinn Baccalá Bar og Ektafiskur á Hauganesi standa fyrir hraðskákmóti föstudaginn 5. ágúst nk. Mótið fer fram á veitingastaðnum og hefst kl. 15.00. Öllum er heimil þátttaka, en hámarksfjöldi keppenda er 30.
Tefldar verða 11 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.
Verðlaunafé er samtals 100.000 kr. og skiptist sem hér segir:
1. verðlaun 35.000
2. verðlaun 20.000
3. verðlaun 15.000
4. verðlaun 10.000
5.-8. verðlaun 5.000
Hægt er að skrá þátttöku hjá dr. Ingimar Jónssyni í tölvupósti á ingimarj@ismennt.is, fyrir 28. júlí nk., eða með Facebook-skilaboðum til Ingimars eða Áskels Arnar Kárasonar.
Lysthafendur athugið að þetta föstudagskvöld er súpukvöld á Dalvík í upphafi Fiskidagsins mikla og tilvalið að skerpa matarlystina með nokkrum bröndóttum. Hauganes er í u.þ.b. 10 mínútna akstursfjarlægð frá Dalvík.
Munið bara að skrá ykkur í tíma því húsið er fljótt að fyllast!