Skákmót

Skákmót á Hauganesi
Skákmót á Hauganesi

Baccalá bar mótið 2017

 

Hið glæsilega Baccalá bar mót var fyrst haldið fyrir ári síðan og verður nú endurtekið. Fyrirkomulag hið sama og áður, en verðlaun hafa hækkað og eru nú sérlega vegleg. 

Hér kemur auglýsing fyrir mótið:

Veitingastaðurinn Baccalá Bar og Ektafiskur á Hauganesi standa fyrir hraðskákmóti föstudaginn 11. ágúst nk.

Mótið fer fram á veitingastaðnum og hefst kl. 15.00 stundvíslega
Tefldar verða 11 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Öllum er heimil þátttaka, en hámarksfjöldi keppenda er 30. 

Verðlaunafé er samtals 150.000 kr. og skiptist sem hér segir: 

                    1. verðlaun  kr. 50.000
                    2. verðlaun  kr. 30.000
                    3. verðlaun  kr. 20.000
                    4. verðlaun  kr. 10.000
                5.-12. verðlaun  kr. 5.000

Gert verður stutt hlé á mótinu svo keppendur geti gætt sér Fiskidagssúpu í boði mótshaldara.

Skráning á skak.is. Þeir 25 sem skrá sig fyrst fá rétt til þátttöku; aðrir fara á biðlista.  Mótshaldarar taka frá fimm boðsæti, en hámarksfjöldi þátttakenda er 30 eins og áður sagði.  

Þeir Ingimar Jónsson (ingimarj@ismennt.is) og Áskell Örn Kárason (askell@simnet.is), svara fyrirspurnum um mótið. 

                                             ****      

Vakin er athygli á að föstudagskvöldið 11. ágúst er súpukvöld á Dalvík í upphafi Fiskidagsins mikla og því tilvalið að skerpa matarlystina með nokkrum bröndóttum á skákborðinu. Hauganes er í u.þ.b. 10 mínútna akstursfjarlægð frá Dalvík.

                 Á Hauganesi er tjaldsvæði með snyrtingum og rafmagni.