Hvalir heilla mig. Það eru engir hvalir í Sviss – þar er ekkert haf.
En nú, þar sem ég dvel á Íslandi í 6 mánuði, er staður og stund til að gera listaverk sem fjallar um hval. Mér finnst að mynd af hval eigi að vera risavaxin og helst í raunstærð. Þetta er risavaxið dýr.
Í fyrstu datt mér í hug að vinna verkið þannig að hvalurinn virkaði líka þungur, með svörtum lit, kolum eða einhverju slíku. Þá fór ég að fylgjast með fjögurra ára dóttur minni teikna með vaxlitum í mörgum litum. Hún gerði það á kraftmikinn en þó leikandi hátt og með sama innsæinu og við höfum öll teiknað þegar við sjálf vorum börn, en svo gleymdum við tækninni og skiptum henni út fyrir fágaðri tækni.
Ég snéri mér því aftur að þessari gömlu tækni og komst að því að það var virkilega gaman og að það fól í sér mikla líkamlega vinnu. Hvalurinn varð litríkur!
Ég teiknaði á 63 blöð í stærðinni A2 og í lokin setti ég þau saman á gólfinu í Menningarhúsinu Bergi þann 23. júní. Það var ótrúleg upplifun að fá loks að sjá teikninguna verða að einu heildstæðu verki. Áður hafði hvert einasta blað, allar teikningarnar 63, verið aðskildar einingar. Nú er heildarstærð verksins 6,53m x 3,78m en lengd hvalsins er 7,54m.
Teikningin verður til sýnis í ágúst á Fiskideginum mikla. Að vísu er hvalur ekki fiskur, en hann syndir með þeim í sama hafi og úr vinnustofunni minni, sem staðsett er í Kaupfélagshúsinu , sé ég daglega bæði bátana og hvalaskoðunarskipin sigla á haf út og koma aftur til baka til hafnar.
Kærar þakkir til allra þeirra gesta sem koma til að sjá teikninguna!
Martin J. Meier, listamaður, Basel, Sviss