Messa og Vináttukeðjan 2014

Kl 17.00 í Dalvíkurkirkju Messa.  Þar sem að presturinn okkar séra Magnús G. Gunnarsson og hinn nývígði og nýkomni prestur okkar séra Oddur Bjarni Þorkelsson þjóna fyrir altari. "66 árgangs stúlkan og djákninn hún Þórey Dögg Jónsdóttir predikar. Um tónlistina sjá Jónína Björt Gunnarsdóttir og Leif Kristján Gjerde. Birgir Björnsson syngur dúett með Jónínu Björt í einu lagi. 

Strax í kjölfarið i kirkjubrekkunni Vináttukeðjan 2014. Dagskrá þar sem að Fiskidagurinn mikli er settur. Þetta er um klst. löng dagskrá sem er glæsileg. Vináttukeðjuræðuna 2014 flytur  Séra Hildur Eir Bolladóttir .Meða þeirra sem fram koma eru  hinir einu sönnu Greifar,  Jónína Björt Gunnarsdóttir, Erna Hrönn, Friðrik Ómar,  Gyða Jóhannesdóttir,  Hljómsveitin Thunder, Karlakór Dalvíkur  og leikskólabörn úr Dalvíkurbyggð. Knúskorti og vináttuböndum verður dreift, flugeldum skotið upp, happadrætti og  Í lokin verður risaknús til þess að leggja vináttu og náungakærleikslínur fyrir helgina.