Markaður við Dalbæ !!
Miðvikudaginn 3. ágúst næstkomandi standa íbúar og starfsfólk Dalbæjar fyrir skemmtilegum fjölskyldumarkaði á svæðinu sunnan- og vestanmegin við Dalbæ frá kl. 13.00 – 16.00.
Um er að ræða einstakan fjáröflunarviðburð þar sem allur ágóði af samkomunni rennur óskiptur til kaupa á rafmagnsreiðhjóli með farþegavagni, sérstaklega útbúnum fyrir íbúa heimilisins.
Skemmtilegur prúttmarkaður með fatnað, skrautmuni, handverk, bækur, sultur, bakkelsi og dóti hverskonar. Tónlist, vöfflukaffi og fjör J Ath. Það er ekki posi á staðnum !
Allir þeir ágætu vinir og velunnarar heimilisins sem vilja gefa muni hverskonar til þessarar söfnunar, geta komið þeim til okkar á Dalbæ næstu daga – og við tökum á móti öllu því sem getur lagt okkur lið J Þeir sem vilja gefa brauð og bakkelsi, geta komið því til okkar upp á Dalbæ samdægurs, um hádegi.
Velkomin að líta við og eiga með okkur skemmtilega stund. Íbúar og starfsfólk Dalbæjar J