Gott að borða

Fiskborgarar
Fiskborgarar

Matseðill Fiskidagsins mikla 2015

Yfirkokkar: Friðrik V og Úlfar Eysteinsson. Aðstoðarkokkar: Arnþór Sigurðsson.
Allt brauð er í boði Ömmubaksturs—allir drykkir eru í boði Vífilfells.
Allt meðlæti: Olíur, kryddlögur, krydd, sósur og grænmeti er í boði Ásbjörns Ólafssonar

Matseðill á almennu grillstöðvunum, fiskurinn í boði Samherja.

Ný fersk bleikja  með sítruskryddi og hvannarkryddi úr Hrísey.
Nýr ferskur þorskur, Tikkamasala og kókosmjólk.
Léttsaltaðir þorskhnakkar tómötum,ólífum og hvítlauk
Sweet chilli og grænmetis rækjusalat Samherji/Dögun

Eftirfarandi sérstöðvar eru fyrir utan almennu grillstöðvarnar:

Langgrillið: 8 metra langt gasgrill, stærsta gasgrill á Íslandi. “65 og “66 árgangarnir grilla.

Fiskborgarar í brauði með  hvítlaukssósu og relish – Samherji og Ömmubakstur.

Sasimistöð 
Sasimistjóri Ingvar Páll Jóhannsson. Aðstoðar Addi Jelló
Sashimi, hrátt hrefnukjöt og bleikja – Samherji og hrefnuveiðimenn.

Rækjustöð: Linda og Magga. Bestu rækjudrottningar  Íslandssögunnar. 
Nýjar rækjur í skelinni og sojasósa.

NINGS stöð: Stærsti súpupottur Íslands. Bjarni höfðingi á Völlum, ættingjar og vinir
Bleikju og rækjusúpa með austurlensku ívafi að hætti Bjarna og Nings.

Grímsstöð: Grímur Kokkur og trommari og hans fólk beint frá Vestmannaeyjum
Indverskt grænmetisbuff með jógúrtsósu of döðlumauki
Plokkfiskur í sparifötunum, gratineraður með bearnessósu. 

Fish and chips stöð Friðriks V Yfirkokks. Friðrik V. Adda, fjölskylda og vinir.
Alvöru Fish an Chips. Eggjalaust speltdeig, edik og majó.

Filsustöð 
Filsur með þrennskonar sósu í filsubrauði. Samvinnuverkefni Kjarnafæðis, Friðriks V og Fiskidagsins mikla.

Lítrík harðfisksstöð með Nígerísku yfirbragði: Fallegir búningar, skemmtilegt fólk, einstakur harðfiskur og bráðhollt íslenskt smjör—Salka Fiskmiðlun.

Síldar- og rúgbrauðstöð:Kolla Páls og síldarstúlkurnar 
Síld og heimabakað rúgbrauð með smjöri. Samherji og bestu rúgbrauðsbakarar landsins

Kaffistöð: Við bjóðum aðeins uppá það besta...Rúbínkaffi í kroppinn—Kaffibrennslan á Akureyri

Íspinnastöð: Samhentir, vinir Fiskidagsins mikla númer 1 gefa þúsundir íspinna 
Samhentir umbúðamiðlun hafa verið með okkur frá upphafi—í 15 ár.

Gasið á grillin er í boði Olís.