Gerum daginn girnilegan

Friðrik V.
Friðrik V.

Gerum daginn girnilegan

Fiskidagurinn mikli 2023  - 20 ára

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli fer fram í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi eða 11.-13. ágúst næstkomandi. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir aðilar í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti á laugardeginum. 

Matseðillinn breytist frá ári til árs en réttirnir sem boðið er upp á eru þekktir fyrir að vera sér í lagi gómsætir. Höfundur flestra réttanna er matreiðslumaðurinn Friðrik V. Hraunfjörð, betur þekktur sem Friðrik fimmti. Í ár voru fimm af réttunum unnir í samstarfi við uppskriftavefinn “ Gerum daginn girnilegan“ og er nú hægt að nálgast þar uppskriftir og myndbönd af 5 ljúffengum réttum sem boðið verður upp á, á Fiskideginum mikla í ár.

 https://www.youtube.com/playlist?list=PLG-hv7zPA018xhfXsz6YO6Xo_alBWwrs4

https://gerumdaginngirnilegan.is/uppskriftir/uppskrift-inniheldur/fiskidagurinn-mikli-2023/