Fiskisúpukvöldið - Getum bætt við gestgjöfum

Fiskisúpukvöldið góða – Enn er hægt að skrá sig.
Súpukvöldið hefst kl. 20:15. Minnum á að fiskisúpur á Litla Árskógssandi og Hauganesi byrja fyrr eða um kl. 19:30. Að venju verður súpa út um allan bæ á Dalvík og þó nokkuð margar súpur að þessu sinni í ytri bænum og frést hefur að Greifarnir takið lagið í súpu við Lækjarstíg. Í Mímisveginum verður vinningssúpa úr uppskriftasamkeppni samkeppni Marels sem nú var haldin í annað sinn í boði hjá Hauki og Rúnu Mímisvegi 30. 

Það er gaman og gefandi að vera gestgjafi og það væri frábært að fá 2 - 3 nýja eða gamla til viðbótar í ár...koma svo. Sendið skráningu á julli@julli.is