Fiskidagurinn Mikli 2014

Talið er að milli 26 og 28.000 manns hafi sótt Dalvíkurbyggð heim um helgina 8-10. ágúst . 

Vináttukeðjan – Fjöldaknús.

Föstudaginn 8. ágúst var dagskrá í kirkjubrekkunni sem er nokkurskonar setningarathöfn fyrir Fiskidaginn mikla. Vináttukeðjan er hlý og notaleg stund þar sem að staldrað er við og hugað að vináttunni og náungakærleikanum. Tónlistarflutningur og vinátturæðuna flutti Séra Hildur Eir Bolladóttir, heimamenn færðu gestum fléttuð vináttuarmbönd, knúskort og I lokin var innilegt fjöldaknús til að leggja línurnar fyrir helgina.

Fiskisúpukvöldið mikla.
Á föstudagskvöldinu buðu um 130 fjölskyldur í Dalvíkurbyggð uppá fiskisúpu og vinalegheit. Hver sá sem bauð uppá súpu var með sína uppskrift. Um 16.000 manns voru á röltinu þetta kvöld og nutu gestrisni heimamanna. Fjöldinn var þægilegur og gott að ganga um og stemmningin var einstök þrátt fyrir kalsaveður í fyrsta sinn í sögu Fiskisúpukvöldanna.  

Fiskidagurinn mikli. 20 x 120 tommu pítsur bakaðar

Laugardaginn 9. ágúst milli kl 11.00  og 17.00 var Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur í fjórtánda sinn á hafnarsvæðinu á Dalvík og einn eitt skiptið í mildu og góðu veðri. Yfir 100.000 matarskammtar runnu ljúflega ofan í gesti Fiskidagsins mikla.  Að vanda var matseðillinn fjölbreyttur. Þess má geta að met var slegið þegar náðist að baka 20 stk 120 tommu saltfiskpitsur og teljum við þetta gott heimsmet.  Mjög fjölbreytt dagskrá var á sviði og hátíðarsvæðinu allan daginn. Um 140 manns komu fram í frábærri og vel heppnaðri dagskrá á sviðinu og á svæðinu M.a voru heimsfrumsýndar einstakar neðansjávarheimildarmyndir sem að Erlendur Bogason kafari tók. Fiskasýningin var á sínum stað þar sem að um 200 tegundir af ferskum fiski eru sýndir.

Fiskidagurinn mikli færir Samhjálp mat.
Fiskidagurinn mikli hefur nú þegar  fært Samhjálp myndarlega matarskammta eftir Fiskidaginn mikla í ár. Gestir kaffistofu Samhjálpar sem eru á bilinu 100 – 200 á hverjum degi að njóta frábæra fiskrétta úr úrvals hráefni. Landflutningar Samskip flytja matinn frítt til Reykjavíkur.

Erfitt að finna lýsingarorð.
Hátíðinni lauk síðan með Fiskidagstónleikum og flugeldasýningu  af stærri gerðinni í boði Samherja. Boðið var uppá einstakan tónlistarviðburð / Show. Meðal þess sem var boðið uppá var Meat Loaf - Bat out of Hell, Elvis, Bee Gees, Klassískt rokk, Eurovision, og fleira. Í farabroddi voru heimamennirnir Friðrik Ómar, Matti Matt, Eyþór Ingi og Snorri Eldjárn Hauksson sem sló í gegn í Iceland got talent s.l. vetur tók líka lagið. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar á Dalvík er orðin þekkt vörumerki fyrir einstök gæði og að þeir nái að toppa sig á hverju ári. Talið er að vel yfir 20.000 manns á tónleikunum og aldrei í sögu Dalvíkur hafa jafnmargir verið samankomnir á einum og sama staðnum. Þetta var viðburður á heimsmælikvarða og ánægja gestanna mikil. Fólk á öllum aldri skemmti sér saman og allt fór afar vel fram og umgengni til mikillir fyrirmyndar.