Kæru vinir – fiskidagsguðsþjónustan er á sínum stað kl. 17.00 á föstudaginn og nú syngjum við saman. BLÍTT-OG- LÉTT hópurinn mætir með gítar og bassa og allskonar og syngur og leikur og við öll hin tökum undir eyjalög og fleira! Snillingurinn Jón Baldvin Halldórsson mætir á heimaslóðirnar og les okkur pistilinn eins og honum einum er lagið. Sr. Oddur Bjarni er svo þarna yfir um og allt í kring. Að lokinni stundinni örkum við svo öll niður í brekku og tökum saman vinahöndum í söng og gleði.