Fiskar á Þurru landi

Fiskar á þurru landi - Í tilefni af 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla

Fiskidagurinn mikli í samstarfi við styrktaraðila kynnir nýtt og áhugavert verkefni í tilefni af 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla.

Nú hvetjum við alla íbúa byggðarlagsins til að taka þátt í skemmtilegu verkefni sem ber heitið “Fiskar á þurru landi” en það snýst um að búa til listaverk/skreytingu á lóðinni, helst þar sem að hún sést vel frá götunni, stærð eða lögun skiptir ekki máli. Mikilvægt að fjölskyldan leggist á eitt og vinni þetta verkefni saman. Inntakið/þemað er knús, húmor, litagleði og fjölskyldan.

Dómnefnd mun fara um Dalvíkurbyggð á fimmtudeginum 6. ágúst og velja þrjú bestu  verkin/skreytingarnar og það frumlegasta.

Verðlaunin verða afhent á Fiskidagssviðinu 8. ágúst, einnig verður dregið úr öllum þátttakendum sem skrá sig til þátttöku. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin og ein verðlaun fyrir frumlegheit.

Skráning: sem fyrst á netfanginu fiskidagurinn@julli.is eða í síðasta lagi þriðjudaginn 4. ágúst. Allar nánari upplýsingar veitir Júlíus í síma 8979748

Meðal samstarfsaðila er sjónvarpsstöðin N4 sem mun sýna frá verkefninu.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætinÞetta skemmtilega verkefni er hrein viðbót við fiskinn og aðrar skreytingar sem að íbúar eru vanir að hafa á lóðum sínum, að sjálfsögðu er upplagt að skrá þær skreytingar sem fólk er vant að hafa.