Fish and Chips

Í ár eru spennandi nýjungar á matseðlinum ásamt því að nú verður frískað uppá eldri rétti. Helsta nýjungin í ár verður Fish and Chips sem að Friðrik V. og hans fólk munu sjá um. Kynnið ykkur matseðlinn vel og missið ekki af neinu. Yfirkokkar Fiskidagsins eru tveir þetta árið,  Úlfar Eysteinsson á þremur Frökkum og Friðrik V. Úlfar hefur verið yfirkokkur frá upphafi og unnið mikið og gott starf fyrir Fiskidaginn mikla, Úlfar lætur af störfum eftir þennan dag og Friðrik V. tekur við. Friðrik V. er boðinn velkominn til starfa, hann er aldeilis ekki ókunnugur Fiskideginum mikla hann og hans fjölskylda ásamt vinum hafa unnið mikið og gott starf fyrir hátíðina og mætir hann nú til starfa í 10 skipti og alltaf með spennandi nýjungar.