Fiskidagstónleikarnir 2017

FiskidagsStórtónleikar 2017
FiskidagsStórtónleikar 2017

Fiskidagstónleikarnir að kvöldi Fiskidagsins Mikla á Dalvík verða haldnir með pompi og prakt laugardagskvöldið 12. ágúst kl. 21:45. Gestgjafar kvöldsins verða Dalvíkingarnir Eyþór Ingi, Friðrik Ómar og Matthías Matthíasson. Þeir fá til sín góða gesti sem allar hafa slegið í gegn í íslensku tónlistarlífi. Að þessu sinni verða aðeins flutt íslensk dægurlög sem allir þekkja. Það verður því ekkert minna en dúndur partý þegar þau Andrea Gylfadóttir, Björgvin Halldórsson, Friðrik Dór, Birgitta Haukdal, Jónas Sigurðsson, Ragnhildur Gísladóttir, Pálmi Gunnarsson, Blaz Roca og Ragnar Bjarnason stíga á svið og flytja öll sín bestu lög ásamt hljómsveit Rigg viðburða og dönsurum. Líkt og fyrri ár er öllum íslendingum boðið en Samherji er aðal bakhjarl tónleikanna í samstarfi við Rigg viðburði, Fiskidaginn Mikla, Landfluttningar Samskip, Björgunarsveit Dalvíkur og Exton-hljóð og ljós. Að loknum tónleikum verður glæsileg flugeldasýning undir styrkri stjórn Björgunarsveitar Dalvíkur.

Hljómsveit Rigg viðburða:
Ingvar Alfreðsson hljómborð og raddir
Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborð og raddir
Róbert Þórhallsson bassi
Benedikt Brynleifsson trommur
Diddi Guðnason slagverk
Kristján Grétarsson gítar
Einar Þór Jóhannsson gítar og raddir
Samúel J. Samúelsson básúna
Kjartan Hákonarson trompet
Sigurður Flosason saxófónn
Regína Ósk Óskarsdóttir raddir
Erna Hrönn Ólafsdóttir raddir

Dansarar undir stjórn Birnu Björnsdóttur:
Vaka Jóhannesdóttir, Heiða Björk Ingimarsdóttir,
Eva Dögg Ingimarsdóttir, Hildur Jakobína Tryggvadóttir, 
Unnur Jóna Björgvinsdóttir og Ísabella Rós Þorsteinsdóttir.

Hljóðmaður: Haffi Tempó
Ljósamaður: Helgi Steinar

Uppsetning og framleiðsla:
Rigg viðburðir í samvinnu við Samherja, Fiskidaginn Mikla, N4, Exton, Samskip og Björgunarsveitina á Dalvík.