Risatónleikar

Kvöldtónleikar
Kvöldtónleikar

Kvöldtónleikar og FLUGELDASÝNING í boði Samherja.
Það ætti enginn að missa af stórtónleikunum á 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla. Þessi MIKLI viðburður er  samvinnuverkefni Samherja, RIGG viðburðafyrirtækis Friðriks Ómars, Fiskidagsins Mikla, ,Exton og fl. Á fimmta tug tæknimanna, söngvara og hljóðfæraleikara taka þátt í þesari stór sýningu sem er að öllum líkindum ein sú stærsta og viðamesta sem hefur verið sett upp á Íslandi. Meðal þeirra sem koma fram eru  heimamennirnir Friðrik Ómar, Matti Matt og Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Erna Hrönn, Regina Ósk, Stefán Jakobsson, Stefanía Svavarsdóttir, Hera Björk, Bryndís Ásmundsdóttir, Sigga Beinteins, Jógvan Hansen, Ingó Geirdal, Margrét Eir, danshópur undir stjórn Yesmine Olsen og 11 manna stórhljómveit skipuð landsliði hljóðfæraleikara.  Meðal þess sem verður á dagskránni eru Vilhjálmur Vilhjálmsson, Tina Turner, AC/DC, Tom Jones, Elton John, Deep Purple, Billi Joel og fleira og fleira.Dagskráin endar síðan með risaflugeldasýningu sem að snillingarnir í björgunarsveitin á Dalvík sjá um,  sýningin er einnig í boði Samherja.