Tjarnarmafían

Tjarnarmafían

Tónleikar í Tjarnarkirkju
Kristjana Arngrímsdóttir, Kristján E. Hjartarson, Örn og Ösp Eldjárn eða "Tjarnarmafían" eins og þau kalla sig stundum, halda tónleika næstkomandi fimmtudagskvöld í Tjarnarkirkju kl. 21.00
Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir er búsett í London og er nú að vinna að sinni fyrstu plötu og fáum við að heyra brot af því besta á fimmtudagskvöldið ásamt blönduðu efni fjölskyldunnar.
Örn Eldjárn gítarleikari kemur víða við. Beint úr tónleikaferð um Evrópu gaf hann sér tíma til að koma norður í dalinn sinn. 
Aðgangseyrir kr. 2000. ATH: Enginn posi á staðnum.