List Fiskidagsvikunnar - Ferð án fyrirheits

Ferð án fyrirheits

Ragnar Hólm sýnir í Bergi

Málverkasýningin Ferð án fyrirheits verður opin í Bergi um Fiskidagshelgina. Þar sýnir Ragnar Hólm litrík og kraftmikil olíumálverk sem flest eru máluð á þessu ári. Hann hefur getið sér gott orð sem mjög flinkur vatnslitamálari en olíumálverkin hafa sótt í sig veðrið hjá honum síðustu árin. „Það getur verið að ég verði með eitthvað af vatnslitamyndum líka en fyrst og fremst eru þetta stór olíumálverk sem hafa öskrað á mig að mála sig,“ segir Ragnar um sýninguna.

 Sýningin verður opnuð formlega laugardaginn 5. ágúst kl. 15. Allir velkomnir. Hún verður svo opin kl. 10-17 á virkum dögum, laugardaga kl. 11-17 og sunnudaga kl. 12-16.