Gleðinnar dans

Fiskidagslagið ´23 – Gleðinnar dans
Nýtt Fiskidagslag er komið á Spotify. Lagið verður frumflutt á Vináttukeðjunni. Höfundur lags: Hlynur Snær Theodórsson Höfundar texta: Hlynur og Ólafur Þórarinsson(Labbi) Söngur: Hlynur Snær, Sæbjörg Eva Hlynsdóttir og Brynja Sif Hlynsdóttir. En verið óhrædd Friðrik Ómar og Matti munu áfram syngja gamla góð Fiskidagslagið nokkrum sinnum yfir daginn að venju og dansdívurnar Inga Magga og Eva Reykjalín dansa með.


Hér er lagið á Youtube en það er líka að finna á Spotify

https://www.youtube.com/watch?v=-lT-WIn4xOk

 Gleðinnar dans

 Hey krakkar komiði, með mér út

Já kveðum burtu sorg og sút.

Í fjörðinn fagra, mín liggur leið

og Dalvík heilsar..mér eftir beið.

 

Við grípum með okkur gítarinn

og gömlu lögin sem, voru inn

leikum saman og dönsum dátt.

Uns dimma tekur við,  hafið blátt.

 

 Fiskideginum fögnum við

  Syngjum saman hlið við hlið.

  Dönsum dönsum við söng og skál

  því dansinn er okkar tungumál.   

 

Í söngsins tónum og töfraþraut

þá tíminn flýgur já, hverfur á braut.

þar sem hamingjan, er við völd

varir minning um, frábært kvöld.

    

Fiskideginum fögnum  við

  Syngjum saman hlið við hlið.

  Dönsum dönsum við söng og skál

  því dansinn er okkar tungumál.

 

Já dönsum dönsum við söng og skál

því dans er gleðinnar tungumál.

 

                                      Hlynur Snær