Brauðsala - Fjáröflun slysavarnardeildar kvenna.

Brauðsala á tjaldsvæðinu og fyrir utan Samkaup

Félagar í Slysavarnadeildinni Dalvík selja kleinur og ástarpunga fimmtudaginn 7. ágúst. Sölumenn deildarinnar verða fyrir utan Samkaup Úrval auk þess sem gengið verður um tjaldsvæðið. Ágóði sölunnar rennur til góðra málefna. Þessi sala er orðin hluti af Fiskidagsstemningunni og margir árlegir gestir á tjaldsvæðunum bíða spenntir eftir góðgætinu.