Flýtilyklar
Fréttir
Heiðrun Fiskidagsins mikla 2019
12.08.2019
Fiskidagurinn mikli 2019 heiðrar Gunnar Arason, fyrrverandi skipstjóra.
Gunnar er heiðraður fyrir framlag sitt til sjávarútvegs og farsælan skipstjóraferil með skip frá Dalvík. Hann varð skipstjóri hjá útgerð Aðalsteins Loftssonar á Dalvík árið 1963, þá aðeins 22 ára gamall, fyrst með Baldvin Þorvaldsson EA 24 og síðan Loft Baldvinsson EA 124.
Árið 1968 tók hann við nýju og glæsilegu skipi, Lofti Baldvinssyni EA 24. Síldin hafði þá breytt göngu sinni frá hefðbundnum miðum íslenskra fiskiskipa. Hinu nýja skipi var þá um haustið haldið til veiða í Norðursjónum og náði á stuttum tíma frábærum árangri við síldveiðar þar og frágang aflans, sem tryggði þeim hæstu verð. Það varð með öðru til þess að Loftur Baldvinsson EA 24 var um árabil með mestu verðmæti allra íslenskra fiskiskipa. Gullaldarár skipsins voru þegar best gekk í Norðursjónum á árunum 1970 til 1975.
Skipverjar á Lofti Baldvinssyni voru flestir frá Dalvík og það munaði um það að tekjuhæstu sjómenn landsins bjuggu hér. Það er stundum talað um það að heil gata hafi meira og minna verið byggð einbýlishúsum skipverja á Lofti á þessum árum.
Aukin verðmæti vegna gæða aflans urðu aðall áhafnar Lofts Baldvinssonar og þar fór skipstjórinn fremstur meðal jafningja.
Lesa meira
Frytihúsbygging Samherja til sýnis
08.08.2019
Á Fiskidaginn mikla laugardaginn 10. ágúst milli kl. 12.00 og 15.00 verður nýbygging frystihúss Samherja til sýnis. Hægt verður að ganga merktan hring og sjá hvernig byggingin stendur. Vonast er til að byggingin verði tilbúin síðar á árinu.
Lesa meira
Skilaboð frá Björgunarsveitinni okkar
06.08.2019
Kæru gestir Fiskidagsins mikla.
Björgunarsveitin Dalvík hefur undanfarin ár safnað dósum og flöskum á Fiskidaginn mikla, en við viljum gera enn betur. Þess vegna munum við afhenda gestum tjaldsvæðanna hvítan poka undir dósir og flöskur sem falla til á meðan þið dveljið hjá okkur á Fiskidaginn mikla. Pokann skiljið þið eftir í dósadöllum sem finna má á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu og víðar um bæinn. Við ítrekum þó að ekki á að setja rusl í þennan poka, eingöngu einnota drykkjarumbúðir.
Á hátíðarsvæðinu á laugardaginn er allt rusl flokkað í kör og eru sérstakir dallar fyrir gosflöskur/dósir, hjálpumst að við að vernda umhverfið og flokkum í rétta dalla.
Félagar í Björgunarsveitinni Dalvík þakka kærlega fyrir stuðninginn og munu sjá til þess að plastpokinn fari í endurvinnslu.
Ps. Ef pokinn þinn fyllist er hægt að fá nýjan í sundlauginni og í aðstöðuhúsi tjaldsvæðisins.
Lesa meira
Sýndarveruleiki á Fiskidaginn mikla
03.08.2019
Skelltu þér um borð í Börk NK frá Neskaupsstað.
Síðastliðið vor tók Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður og sagnfræðingur frá Sauðárkróki 360° sýndarveruleikamyndband af lífi og störfum um borð í Berki NK frá Neskaupsstað. Afraksturinn geta gestir Fiskidagsins mikla séð í nýjum sýndarveruleikagleraugum í allt að 5K upplausn. Skipstjóri í ferðinni var Hjörvar Hjálmarsson. Skipið var á kolmunaveiðum í færeysku lögsögunni. Tekin voru viðtöl við áhafnarmeðlimi og fylgst með störfum hvers og eins. Hér er um að ræða 360° sýndarveruleikamyndefni sem gefur einstaka sýn inn í líf og störf sjómanna
Lesa meira
Vellir sælkeraverslun
03.08.2019
Fyrir sælkera á ferð um Svarfaðardal
Vellir er kirkjustaður í Svarfaðardal, ca 5 mín akstur frá Dalvík, en þar er nú rekin lítil sælkerabúð. Þar má finna margt spennandi fyrir sanna sælkera t.d. reykta osta, bleikju, lax, ostrusveppi, sultur, sósur og margt fleira. Opið alla daga frá kl 13-18.
Lesa meira
Valka með Fiskisúpu
03.08.2019
Valka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og markaðssetningu á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslur. Lausnir Völku miða að því auka afköst, nýtingu og nákvæmni fyrir viðskiptavininn. Vörur fyrirtækisins eru fjölbreyttar, allt frá stökum vogum, innmötunar lausnum og flokkarbúnaði til flæði- og skurðarlína sem og sjálfvirkt pökkunarkerfi. M.a munu tæki frá Völku verða í nýju hátækni fyrstihúsi Samherja á Dalvík. Starfsmenn Völku verða með fiskisúpu á súpukvöldinu góða föstudagskvöldið 9. ágúst milli kl. 20.15 og 22.15 og verður það heima hjá starfsmanni Völku á Dalvík Snæþóri Vernharðssyni og býr hann í Mímisvegi 14. Þess má geta að Valka er einn af styrktaraðilum Fiskidagsins mikla og greiðir m.a annars fyrir dreifingu á blaði dagsins.
Lesa meira
Þyrla landhelgisgæslunnar
03.08.2019
Þyrlusýning Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar verður gestur á Fiskidaginn mikla og startar honum að morgni laugardagsins 10. ágúst með stæl. Dagskrá Fiskidagsins hefst að venju kl. 11.00 en að þessu sinni verður þjófstartað kl 10.30 með flug og björgunarsýningu þyrlu landhelgisgæslunnar sem verður svo til sýnis í kjölfarið.
Lesa meira
Böggvisbrauð
02.08.2019
Steinofninn á Böggvisstöðum
Böggvisbrauð hefur opið um fiskidagshelgina. Frá fimmtudegi til laugardags opið milli kl. 16.00 og 19.00 og á sunnudeginum 11. ágúst opið milli kl. 10.00 og 12.00. Brakandi fersk lífræn súrdeigsbrauð úr steinofni. Gengið er inn á vesturhlið hússins um hvítu dyrnar.
Lesa meira