Fiskisúpukvöldið 2023

Fiskisúpukvöldið mikla 2023 -   Íbúar Dalvíkurbyggðar bjóða gestum og gangandi að smakka súpu.

Allir velkomnir.

Að kvöldi föstudagsins 11. ágúst milli 20.15 og 22.15 geta gestir og gangandi rölt í rólegheitum um bæinn og ef þeir sjá tvo logandi kyndla í garði eða við hús þá er um að gera að droppa inn og fá að smakka fiskisúpu og njóta þess að spjalla í rólegheitum við gestgjafana og gesti. Á þessu kvöldi tendra bæjarbúar ljósaseríur við hús sín og þá er ljúft að fá sér göngutúr um bæinn, skoða ljós og skreytingar, kíkja í heimsókn, smakka súpu og kynnast nýju fólki. Hver og einn er með sína uppskrift af fiskisúpu. Þetta er og mun verða partur af stemmningu Fiskidagsins mikla, þáttur í að sýna gestum byggðarlagsins gestrisni okkar og hluti af því að gera lífið skemmtilegt og mynda ljúfa og rólega stemmningu fyrir daginn stóra. 

Eftirtalin fyrirtæki létta undir með heimamönnum í tengslum við súpukvöldið en stærstur er þó þáttur íbúanna.
Samherji með fiski, MS með rjóma og Gæðabakstur með brauði.