Flýtilyklar
Fréttir
Bronsverðlaunahafar á Fiskideginum Mikla
13.07.2019
Bronsverðlaunahafar á Fiskideginum mikla
TheSuperKidsClub JRS frá dansskólanum – Dans Brynju Péturs unnu til bronsverðlauna á Dance World Cup sem er erlend keppni sem var haldin í Braga í Portúgal. Atriðið var samið af þeim sjálfum og sópuðu krakkarnir úr Dans Brynju Péturs að sér medalíum í sínum flokkum á þessari alþjóðlegu danskeppni þar sem 6000 dansarar tóku þátt frá 60 löndum í ýmsum stílum. Fiskidagurinn mikli óskar þeim til hamingju og hlakkar til að fá þau á Fiskidaginn Mikla í annað sinn. Þau munu dansa á sviðinu yfir daginn og hér og þar á hátíðarsvæðinu
Lesa meira
Vefarinn
13.07.2019
Danshópurinn Vefarinn
Danshópurinn Vefarinn hefur heimsótt Fiskidaginn mikla reglulega við góðan orðstír og ávallt sett skemmtilegan og þjóðlegan svip á hátíðina. Í ár mun hópurinn dansa víðsvegar um hátíðarsvæði Fiskidagsins mikla milli kl.11.00 og 17.00.
Lesa meira
Fiskisöfnunarsamkeppni 2019
12.07.2019
Fiskisöfnunarsamkeppnin 2019
Allir sem sáu fiskasýninguna s.l. tvö ár tóku eftir jákvæðum breytingum, það má með sanni segja að þessar breytingar hafi slegið rækilega í gegn. Nú setjum við aftur af stað Fiskisöfnunarsamkeppni til að aðstoða stjórnendur sýningarinnar við að safna saman öllum þeim tegundum sem þarf að nálgast á hverju ári til að gera sýninguna jafn góða og merkilega og raun ber vitni, sjómenn og aðrir sem hafa áhuga á leggja söfnuninn lið og taka þátt í keppninni með veglegum vinningum hafi samband við Bensa á Fiskmarkaðinum þegar þið komið með fiska. Síminn hans er 8407905
Lesa meira
Flokkun og dósa og flöskusöfnun
11.07.2019
Flokkun á rusli - dósa og flöskusöfnun björgunarsveitarinnar
Undanfarið hafa stjórnendur Fiskidagsins Mikla unnið að því að skipuleggja flokkun á rusli sem fellur til á fjölskylduhátíðinni Fiskidagurinn Mikli. Í ár verður flokkunarverkefninu sem hófst í fyrra haldið áfram. Verkefnið er í samvinnu fjögurra aðila, Samáls samtaka álframleiðenda, Sæplasts, Gámaþjónustu Norðurlands og Fiskidagsins Mikla. Stefnt er að því að flokka álpappír, plast og almennt sorp ásamt því að dósir og plastflöskur eru flokkaðar af Björgunarsveitinni á Dalvík og rennur ágóðinn af þeirri söfnun óskiptur til sveitarinnar. Við hvetjum alla til að flokka rétt og minnum gesti dagsins á að setja allar dósir og flöskur í sérstaka dalla björgunarsveitarinnar. Sæplast setur upp litakerfi og merkingar á Sæplastkör sem verða víða á hátíðarsvæðinu og vonumst við til þess að gestir kynni sér merkingar og leggi verkefninu lið. Gámaþjónusta Norðurlands sér að venju um að taka það sem flokkað er og kemur á rétta staði. Samál tekur síðan allan álpappír og endurvinnur.
Lesa meira
Súkkulaðikökuópera
10.07.2019
Súkkulaðikökuóperan Bon appétit! eftir Lee Hoiby - Menningarhúsinu Bergi.
Sjónvarpskokkurinn frægi, Julia Child, kennir áhorfendum að baka franska súkkulaðiköku úr ekta Omnom súkkulaði.
Guja Sandholt fer með hlutverk frú Child og Heleen Vegter leikur með á píanó í gómsætustu óperu tónlistarsögunnar!
Kokkurinn knái úr Hinu blómlega búi, Árni Ólafur Jónsson er sérlegur aðstoðarkokkur frú Child. Hver veit nema að áheyrendur fái svo að smakka á afrakstrinum að bakstri loknum?
Það verða þrennar hádegissýningar í Bergi í Fiskidagsvikunni.
Mið. 7. ágúst kl. 12:15
Fim. 8. ágúst kl. 12:15
Fös. 9. ágúst kl. 12:15
Súkkulaðikökuóperan er um 20 mínútna löng. Heitt kaffi verður á könnunni að flutningi loknum.
Lesa meira
Breyting - 20 ára aldurstakmark
09.07.2019
Fréttatilkynning
Breytt aldurstakmark á tjaldsvæðunum á Dalvík Fiskidagsvikunni.
Það eru allir velkomnir á Fiskidaginn mikla, allir sem að fylgja okkar einföldu reglum og viðmiðum. Það er sorglegt að í okkar þjóðfélagi eru örfáir svarti sauðir eins og sumir kjósa að kalla þá sem að skemma fyrir hinum. Það eru fréttir af tjaldsvæðum hérlendis sem hafa lokað fyrir fullt og allt eingöngu vegna hópa sem kunna ekki að hegða sér, ganga illa um og þekkja ekki né kunna almennar umgengisreglur eða kurteisi.
Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð, nú leggjum við af stað í 19. Sinn, allir sem vilja njóta samvista með fjölskyldunni og þeir sem að virða okkar ljúfu og einföldu Fiskidagsboðorð eiga nú þegar miða og eru velkomir.
Á Fiskideginum mikla er ekki pláss fyrir fíkniefni, fíkniefnasölumenn, né þá sem að koma með annarlegar hugsanir. Í ár verður gæsla aukin, fíkniefnahundar verða á staðnum, harðar verður tekið á slæmri umgengni. Við segjum einfaldlega við þann litla hóp sem kemur undir öðrum formerkjum... ekki vera FÁVITAR og skemma veisluna fyrir þeim sem hafa lagt mikla vinnu á sig og öllum gestunum sem hingað koma til að njóta alls þess sem í boði er.
Foreldrar verum VAKANDI – Leyfum ekki ólögráða börnum og unglingum að mæta einum á Fiskidaginn mikla. Við leggjum mikla áherslu á að Fiskidagurinn mikli sé FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ og að fjölskyldan komi og njóti saman þess sem við bjóðum uppá. Það er með sorg í hjarta að við þurfum að grípa til þess ráðs að setja 20 ára aldurstakmark til að mega gista á tjaldstæðunum. Í fyrra var mikil aukning gesta almennt og um leið jókst hópur þeirra sem að flestir sem halda slíka hátíð vilja síður fá.
Í samvinnu við tjaldstæðagæslu, lögregluna og viðbragðsaðila viljum við bregðast við eftir okkar bestu getu, með aukinni gæslu, fræðslu, ábendingum til foreldra, og breytingum á aldri þeirra sem mega tjalda og fleiru. UMFRAM allt viljum við reyna að höfða til allra gesta að virða okkar einföldu reglur og bera virðingu fyrir því að hér bjóða íbúar byggðarlagsins til frírrar veislu. Gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða leggur nótt við dag við undirbúning og að sýna gestum okkar bestu hliðar og gestrisni.
FISKIDAGSBOÐORÐIN
Göngum vel um.
Virðum hvíldartímann.
Virðum náungann og umhverfið.
Verjum Fiskdeginum mikla saman.
Virðum hvert annað og eigur annarra.
Virðum útivistarreglur unglinga og barna.
Verum dugleg að knúsa.
Beygjum okkur eftir rusli.
Förum hóflega með áfengi og virðum landslög.
Hjálpumst að við að halda Fiskidagsboðorðin.
Göngum hægt um gleðinnar dyr og sýnum umhyggju í verki. Það hafa allir efni á aðgöngumiðanum á Fiskidaginn mikla sem kostar aðeins: virðingu, að ganga vel um eigur sínar og annara, knús og að elska friðinn og njóta. EKKI ÓGILDA MIÐANN.
Fyrir hönd stjórnar Fiskidagsin mikla - Júlíus Júlíusson framkvæmdarstjóri
Lesa meira
Appelsín
09.07.2019
Það gleður okkur hjá Fiskideginum mikla að annað árið í röð mun Egils Appelsín vera í hópi aðalstyrktaraðila Fiskidagsins mikla. Allir drykkir sem verða á Fiskideginum Mikla í ár verða í boði þeirra og má þar m.a. finna Egils Appelsín, Kristal og AVA vatn. Á myndinn má sjá Júlíus frá Fiskideginum Mikla og Erling frá Ölgerðinni - Egils Appelsín við undirritun á samningnum. " Það er okkur gleðiefni að fá þetta góða fyrirtæki sem hefur öfluga starfsmenn með skýra stefnu í þessum málum til liðs við okkur, samstarfið á s.l ári var alveg uppá 10" segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.
Lesa meira
FM 103,7
08.07.2019
Útvarpsstöðin FM Trölli og Fiskidagurinn mikli hafa gert samstarfssamning sem felur í sér að FM Trölli verður með útsendingar-hjóðver á Dalvík um fiskidagshelgina og mun senda út dagskrá þaðan.
Sendar verða út tilkynningar og skilaboð frá lögreglu, viðbragðsaðilum og Fiskidagsnefnd eftir því sem tilefni verða til.
Gestum Fiskidagsins mikla er bent á að hlusta á FM Trölla á tíðninni FM 103.7 eða á netinu, trolli.is
Lesa meira
Angurværð
08.07.2019
Hin vel skipaða hljómsveit Angurværð opnar Fiskidagsdagskránna í ár á Vináttukeðjunni á föstudeginum 9. ágúst kl. 18.00. Angurværð er að gera það gott með nýja laginu sínu Ferðalangur og situr nú í 17 sæti vinsældarlista rásar tvö. Tékkið á Angurværð á Spotify
Anna Skagfjörð
-söngur/raddir og píanó/hljómborð
Borgar Þórarinsson
rafgítar/kassagítar
Einar Höllu Guðmundsson
söngur/raddir kassagítar/rafgítar
Helgi Guðbergsson
kontrabassi/rafbassi
Halli Gulli
trommur/slagverk
Valmar Valjaots
píanó/fiðla
Lesa meira
Fiskidagsstrandblaksmót
07.07.2019
Strandsblaksmót
Blakfélagið heldur Fiskidags-strandblaksmót föstudaginn 9. ágúst kl. 12:00 á nýju glæsilegu strandsblaksvöllunum við Íþróttamiðstöðina á Dalvík. Tveir í liði og mótið er deildaskipt, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. 10 – 15 mínútna leikir. Þátttökugjald er 2000 kr fyrir einstakling. Skráning á netfanginu iris.danielsdottir@gmail.com. Upplýsingar veitir Íris í síma 694-6906
Lesa meira