Dagskráin á hátíðarsvæðinu

Dagskrá á hátíðarsvæði frá kl. 10:30 til 17 laugardaginn 12. ágúst

ATHUGIÐ: Mætum tímanlega og missum ekki af neinu sem í boði er!

10:30               Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir listir sínar og björgun úr sjó á   hafnarsvæðinu.

11-14               Grímseyjarferjan Sæfari við ferjubryggjuna – Samskip.

11-17               Sælla er að gefa en selja. Svarfdælasýsl forlag gefur bækur í bási Gríms kokks.

12:30-14:30    Hátæknifrystihús Samherja til sýnis.

12-17               Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sýnir eðalvagna.

12-16               Tufti túnfótur og tröllabörnin gleðja börn á öllum aldri.Í boði kEA

11-17               Myndasýning úr starfi Samherja.

12-16               Flamingó-knapar heilsa upp á gesti dagsins.

11-17               Erlendur Bogason kafari sýnir einstök neðansjávarmyndbönd.

11-17               Ferskfiskasýning ársins. Sýningarstjóri Skarphéðinn Ásbjörnsson.

11-17               Fiskaveröld. Börn skapa fiska í Salthúsi. Komið, teiknið njótið!

11-17               Fiskaveröld. Ört stækkandi fiskasýning barna. Komið og sjáið.

11-17               Danshópurinn Vefarinn sýnir þjóðdansa víðsvegar um hátíðarsvæðið.

11-17               50 metra hindrunarbraut í boði Samherja.

11-17               Disney-hoppukastali fyrir börnin.

11-17               Fótboltapíla fyrir börnin.

11-17               GG sjósport býður öllum að prófa einstakan bát. Sit-On-Top.

11-17               Björgunarsveitin með tjald á bryggjunni. Týnd börn – skyndihjálp.

11-17               Fjölskyldan getur veitt saman á bryggjunni. Munið björgunarvestin.

11-17              Blöðrur, sælgæti, Fiskidagsmerki, happdrættismiðar o.fl.

12:30-13:30    Latabæjarfólk dreifir happdrættismiðum.

12-16               Listamenn láta ljós sitt skína víðsvegar um hátíðarsvæðið.

15-16               Gunnar Reimarsson sker með tilþrifum hákarl fiskasýningarinnar.



Hákarlinn skorinn