Félagið

Stjórn Fiskidagsins mikla 

Júlíus Júlíusson  -   Framkvæmdastjóri
Þorsteinn Már Aðalsteinsson - Formaður stjórnar 
Guðmundur St Jónsson 
Sigurður Jörgen Óskarsson
Óskar Óskarsson 
Gunnar Aðalbjörnsson

 

" FISKIDAGURINN MIKLI "   S A M Þ Y K K T I R 

1. grein. 
Félagið heitir " FISKIDAGURINN MIKLI " 
Heimili þess er við Hafnartorg á Dalvík 

2. grein. 
Tilgangur og markmið félagsins er að halda hátíðlegan "FISKIDAGINN 
MIKLA " á Dalvík. 

3. grein. 
Stofnendur félagsins eru þeir sem undirrita lög þessi. Félagsmenn geta 
orðið einstaklingar og félög sem áhuga hafa á og stuðla vilja að markmiði 
félagsins sbr. 2. gr. 
Umsókn um inngöngu í félagið skal senda stjórn þess sem tekur hana til 
afgreiðslu. 

4. grein. 
Engin árgjöld eru greidd til félagsins og byggist rekstur þess á frjálsum 
framlögum einstaklinga og félaga. 

5. grein. 
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum kosnum á aðalfundi ár hvert. 
Stjórninni er heimilt að leita til allra félaga vegna vinnu og skipulagningar 
" FISKIDAGSINS MIKLA " og er innganga í félagið loforð um að vinna að 
markmiði félagsins sbr. 2. gr. 

6. grein. 
Stjórnin ákveður sjálf starfstilhögun sína. Hún getur ráðið sér framkvæmda- 
stjóra og aðra þá aðstoð sem hún ákveður hverju sinni. 
Stjórnin er ábyrg fyrir fjárhagslegri afkomu starfseminnar. Hún skal ákveða 
ramma hátíðahaldanna á Fiskidaginn mikla og kynna fyrir almenningi og 
félögum markmið sín og framtíðarsýn á hátíðahöldin. 

7. grein. 
Aðalfund skal halda fyrir 15. mars ár hvert og hefur hann æðsta vald í 
málefnum félagsins. Fyrir aðalfund skulu lagðir reikningar félagsins fyrir 
liðið starfsár auk áætlunar fyrir komandi starfsár. 

8. grein. 
Samþykktum þessum er hægt að breyta á aðalfundi og þarf til þess meiri- 
hluta stjórnar.Tillaga um slit á félagi þarf á sama hátt meirihluta atkvæða 
stjórnar og ef til slita kemur renna allar eigur félagsins til Dalvíkurbyggðar 

Þannig samþykkt á stofnfundi á Dalvík hinn 18. maí 2005