Fréttir

Bros og öflugir keppendur á fyrsta Fiskidagsmótinu í pílu

Matthías Örn Friðriksson stóð uppi sem sigurvegari í A-deild á fyrsta Fiskidagsmótinu í pílu á Dalvík í gærkvöld, 9. ágúst. Hann sigraði Edgar Kede Kediza í úrslitaleik og í þriðja sæti var Óskar Jónsson. Sigurður Jóhann Sölvason sigraði Maron Björgvinsson í úrslitaleik B-deildar og í þriðja sæti var Sveinn Brimar.

Meistarar fiskiveislu á útopnu í undirbúningi

Atli Rúnar Halldórsson skrifar.

Forsetahjónin heiðurgestir

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid heiðra Fiskidaginn mikla og gesti hans í ár með nærveru sinni. Þau taka bæði þátt í dagskrá samkomunnar.

Gleðimessa

Gleðimessa í Dalvíkurkirkju föstudaginn 11. ágúst kl 17 - Allir velkomnir

Fiskidagsvikan 2023 í Menningarhúsinu Bergi

Fiskidagsvikan 2023 í Menningarhúsinu Bergi Bókasafnið verður opið 10-17 frá þriðjudegi til laugardags. Þar er fjölbreytt afþreying fyrir alla fjölskylduna. Í ágúst stendur yfir sýningin Ferð án fyrirheits eftir listamanninn Ragnar Hólm. Aðgangur ókeypis.

Markaður við Dalbæ

Markaður við Dalbæ Fimmtudaginn 10. ágúst standa íbúar og starfsfólk Dalbæjar, heimilis aldraðra á Dalvík, fyrir skemmtilegum fjölskylduprúttmarkaði við Dalbæ kl. 13-16.

Götunöfnunum breytt – hvað heita göturnar núna og hvar býrð þú?

Hvað heita göturnar núna og hvar býrð þú?

Fjölskylduganga – Dísa í Dalakofanum

Fiskidagurinn mikli hefur nú sem fyrr komið fyrir sérstakri gestabók í „dalakofanum“ í Böggvisstaðadal. Þeir sem skrifa í gestabókina lenda í potti og á aðalsviði Fiskidagsins mikla verða vinningar dregnir út.

Marelsúpan – yngri kynslóðin tekur við keflinu

Eitt af því sem einkennir hátíðina er Fiskisúpukvöldið mikla þar sem íbúar Dalvíkurbyggðar bjóða gestum og gangandi að smakka súpu. Í ár verður það að kvöldi föstudagsins 11. ágúst kl. 20:15-22:15.

Tufti túnfótur og Flamingóknaparnir

Pilkington Props-gestir á 20 ára afmæli Fiskidagsins mikla