Heiðrun 2002

Fiskidagurinn mikli heiðrar árið 2002:

Snorra Snorrason

Snorri Snorrason er heiðraður fyrir störf sín við sjávarútveg á Dalvík, sérstaklega fyrir frumkvöðlastarf hans að rækjuveiðum á djúpslóð, en með þeim veiðum markaði hann ekki aðeins spor í atvinnusögu Dalvíkur heldur höfðu þær áhrif á þróun sjávarútvegs í landinu öllu. Snorri hóf tilraunaveiðar á rækju á djúpslóð á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Talsverður tími leið þó þar til aðrir fóru að sinna þessum veiðum. Þrautseigja Snorra sýndi mönnum þó hvað var mögulegt. Árið 1977 kom Dalborg EA 317, fyrsti sérbúni rækjutogari Íslendinga þar sem aflinn var unninn um borð. Nafn Dalborgar og Snorra Snorrasonar skipstjóra hennar hafa alla tíð verið samofin. Vagga þessara veiða var hér á Dalvík og Snorri Snorrason frumkvöðull á því sviði.