Heiðrun 2003

Fiskidagurinn mikli heiðrar árið 2003:

Síldartímabilið

Allir þeir fjölmörgu, sem áttu þátt í því að gera Dalvík að einum mesta síldarsöltunarstað á landinu um miðbil síðustu aldar, eru heiðraðir. Frá Dalvík fóru margir bátar á síld og enn fleiri lönduðu þar. Flestir Dalvíkingar tóku þátt í síldarævintýrinu með einum eða öðrum hætti og var síldin því mikill áhrifavaldur á Dalvík. Síldarævintýrið var einn helsti örlagavaldur Íslendinga á síðustu öld og á stóran þátt í  því að hér byggðist upp það nútímasamfélag sem við þekkjum í dag. Síldin setti mikinn svip á mannlífið yfir sumarið. Stór hluti karlmanna, og einstaka konur líka, fóru til síldveiða. Allar hendur voru vel þegnar við vinnuna, líka barna og unglinganna.