Heiðrun 2011

Viðurkenningar Fiskidagsins mikla 2011

 

Frá upphafi hefur Fiskidagurinn mikli heiðrað þá sem hafa með einhverjum hætti haft áhrif á atvinnusögu okkar og íslenskan sjávarútveg. Án allra þeirra væri auðvitað  enginn fiskidagur.Einnig hafa verið veittar viðurkenningar fyrir vinnu í þágu Fiskidagsins mikla, því án hennar væri heldur enginn fiskidagur. Fyrir hönd Fiskidagsins mikla veitti Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar viðurkenningar fyrir framlag - og frábær störf í þágu dagsins. Margir hafa unnið mikið og gott starf í þágu Fiskidagsins mikla; sjálfboðaliðar á öllum sviðum, íbúar og aðkomufólk. Allir þessir aðilar eiga heiður og miklar þakkir skyldar. Þessir aðilar gera daginn að veruleika á hverju ári með vinnuframlagi, þátttöku og gleði.  Sem fulltrúa allra þessara aðila voru fjórið aðilar kallaðir til,þeir hafa verið með frá upphafi og aldrei dregið af sér. Úlfar Eysteinsson yfirkokkur, Arnþór Sigurðsson aðstoðarkokkur, Skarphéðinn Ásbjörnsson fiskisýningarstjóri, Auðunn Stefnisson Alt mulig maður. Þeim var veittur veglegur gripur sem að Jóhannes Hafsteinsson hannaði og smíðaði að vanda. Þess má geta að alla viðurkenningargripi Fiskidagsins mikla frá upphafi hefur Jóhannes smíðað, hannað og gefið Fiskideginum mikla.