Sushi hjá Majó og vinum á Fiskidaginn

MAJÓ - Food and Culture er ástríðuverkefni hjónanna Magnúsar Jóns Magnússonar og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Majó er starfrækt í elsta húsi á Akureyri, Laxdalshúsi, þar sem Jónína Björg er með myndlistavinnustofu og vinnur að sinni listsköpun. Þar eru þau líka með opinn lítinn veitingastað nokkra daga í mánuði þar sem Magnús græjar fyrir gesti dýrindis sushi ásamt fleiru og Jónína framreiðir, innan um alla myndlistina.