Stefanía Steinbítur, hellaköfun eða kafað í loðnutorfu

Stefanía Steinbítur, hellaköfun eða kafað í loðnutorfu   www.sjavarlif.is

Erlendur Bogason kafari hefur um langt árabil safnað myndum af sjávarlífverum og hafsbotni. Á vefnum sjavarlif.is er birt einstakt myndefni sem hann hefur tekið neðansjávar við Íslandsstrendur.
 

Erlendur mun kynna vefinn og það efni sem þar er að finna á sérstakri sýningu á Fiskideginum mikla á Dalvík  laugardaginn 12. ágúst n.k. milli kl. 11og17 með fram ferskfiskasýningunni sem sett er upp í Allahúsinu Ránarbraut.

Erlendur verður á staðnum ræðir við og fræðir gesti ásamt því mörg af hinum merku myndböndum sem að Erlendur hefur tekið neðansjávar munu rúlla á skjám. Má þar nefna myndbönd um; Flakið við Hrísey, Hvernig ferðast fiskar,  Söguna um Stefaníu steinbít, Kafað í loðnutorfu og Hellaköfun í Vestmannaeyjum.