Götunöfnunum breytt – hvað heita göturnar núna og hvar býrð þú?

Götunöfnunum breytt – hvað heita göturnar núna og hvar býrð þú?

Líkt og undanfarin ár verður götunöfnum á Dalvík breytt í Fiskidagsvikunni. Hefðbundin götuheiti víkja um sinn fyrir fiskaheitum. Í ár bera allar götur skrýtin fiskaheiti og ný skilti með myndum  hafa verið sett upp. Við mælum með gönguferð um bæinn til að skoða myndir og nýju nöfnin.

Meðal fiskanafna sem notuð eru:
Áttstrendingur, Bjúgtanni, Berahausi, Bláriddari, Blettaálbrosmi, Búri, Djúpmóri , Dílamóri , Flatnefur, Fuðriskill, Fölva mjóri, Gíslaháfur, Gaddahrognkelsi, Gránefur, Gulllax, Hálfberi, Hvítnefur, Íslaxasíld, Ískóð, Kistufiskur, Krækill, Langahalabróðir, Ljóskjöfta og Mjóri.