Fiskidagurinn mikli - Hreyfing

Stjörnur liðins tíma í fótbolta
Föstudaginn 11. ágúst kl. 14 sýna aldnar hetjur forna takta á gervigrasvellinum við Íþróttamiðstöðina. Fyrrum knattspyrnumenn UMF Svarfdæla og Dalvíkur/Reynis velkomnir með skó og góða skapið. Nánari upplýsingar gefur Biggó, tölvupóstfang birgir@Icefresh.is.

Opna Fiskidagsmótið í golfi.
Fimmtudaginn 10. ágúst kl. 9. Golfklúbburinn Hamar, Arnarholtsvelli Svarfaðardal. Skráning á www.golf.is

Frítt FiskidagsZumbapartý
Öllum er boðið í FiskidagsZumbapartý með Ingu Möggu, Evu Reykjalín og fleiri Zumbaskvísum í Víkurröst við Skíðabraut fimmtudaginn 10. ágúst kl. 17. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!

 Strandblak – Fiskidagsmótið '23
Fiskidagsmót Rima verður föstudaginn 11. ágúst og hefst kl. 11.
Fyrirkomulagið verður þannig að við stefnum á að hafa byrjenda/barnadeild og blandaðar deildir, kk/kvk og/eða kvk/kvk. Raðað verður í deildir eftir styrkleika.Skráning og óskir sendist á netfangið sigurlaughanna@gmail.com. Skráningu lýkur kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 9. ágúst. Mótsgjald 2.000 kr. á mann og greiðist inn á reikning nr. 0177-05-405000, kt. 450511-0510.

Ágóði mótsins rennur í viðhaldssjóð fyrir vellina. Hlökkum til að sjá ykkur á Dalvík.

Dalvík/Reynir – Sindri
Sindri sækir Dalvík/Reyni heim í Fiskidagsleiknum í ár. Leikurinn hefst kl. 18 fimmtudaginn 10. ágúst. Fjölmennum á völlinn!

Opna Fiskidagsmótið í pílu
Miðvikudaginn 9. ágúst kl. 18 heldur Pílufélag Dalvíkur opið mót og spilaður verður einmenningur 501. Hámarksfjöldi keppenda er 32. Skráning er á Facebooksíðu félagsins. Mótsgjald er 2.000 kr. Pílufélag Dalvíkur var stofnað vorið 2023 og er með glæsilega aðstöðu í gamla frystihúsinu á Dalvík.