Fiskasýningin 2023

Frá vinstri, Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður,  Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson listamaður og Skarph…
Frá vinstri, Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson listamaður og Skarphéðinn Ásbjörnsson veiðimaður

Fiskasýningin 2023

Í 17 ár hefur Skarphéðinn Ásbjörnsson sett upp einstaka fiskasýningu á Fiskideginum mikla ásamt bróðir sínum, Ægi Ásbjörnssyni. Þar hafa verið sýndir um 200 ferskir fiskar. Segja má að Skarphéðinn, vinir hans, kunningjar og góðar áhafnir skipa séu stóran hluta ársins að safna sýningarfiskum í veiðiferðum. Vinnan við að koma sýningunni á laggir er því mikil og árangurinn eftir því – ómetanlegu framlagi fjölda fólks er fyrir að þakka

Spennandi verður að sjá sýninguna í ár. Alltaf hefur verið sýndur hákarl og verður hann  að venju skorinn í beitur kl. 15 á bryggjunni. Sá dagskrárliður er í umsjá  Gunnars Reimarssonar.

 Margt er fiska til í sjónum og margir eru skrítnir á að líta og bera furðuleg nöfn. Við nefnum dæmi um sýningarfiska og aðrar sjávar- og vatnalífverur sem sýndar verða:

 Hákarl – Háfur – Grásleppa – Hlýri – Búri – Áttstrendingur –  Langlúra – Flúra – Þaraþyrsklingur – Urriði – Tindabykkja – Silungur –  Krækill – Litla mjóra – Hálfbera mjóra – Hveljusogsfiskur – Spærlingur –  Marhnútur –  Karfi  – Deplaháfur  – Sexstrendingur – Þorskur – Krossfiskur – Guðlax – Skata – Karfi og frændi hans – Ufsi – Rækja – og margt, margt fleira.