Tjaldsvæðin 2023

Tjaldsvæðin 2023

Tjaldsvæðin  eru einkarekin og eru ekki á vegum Fiskidagsins mikla allar nánari upplýsingar verður að finna á www.tjalda.is 
20 ára aldurstakmark á tjaldsvæðum á Dalvík í Fiskidagsvikunni

 Aðkoma: Allir þeir sem koma á tjaldsvæðið fara í gegnum „hlið“ þar sem starfsfólk tekur á móti gestum og vísar þeim á staði til að koma sér fyrir. Gjald fyrir tjaldsvæði er innheimt við „hliðin“.

 Inngangur 1:

Tjaldsvæði við Ásgarð og knattspyrnuvöll: Við bæjarmörkin, áður en komið er að Olís. Ekið er inn á það norðan við Ásgarð. Gott svæði fyrir stærri tæki. (sjá kort Inngangur 1). Þarna er ekki aðgangur að rafmagni. Fjarlægð frá aðalaðstöðu tjaldsvæðis með uppvask og heitt og kalt vatn er á bilinu 75-250 metrar. Salerni verða nálægt þessu svæði.

 Inngangur 2: Tjaldsvæði Dalvíkur með rafmagni og þjónustubyggingu. Ekið er inn til móts við Olís. (sjá kort Inngangur 2) ATH. Þetta svæði er oftast orðið fullskipað strax á miðvikudegi fyrir Fiskidag.  

 Nú gildir hefðbundin sumargjaldskrá fyrir þjónustuna. Nóttin kostar 2.200 kr. á mann (1.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja).

Tekjur af rekstri tjaldsvæða í Fiskidagsvikunni renna að stærstum hluta til íþróttastarfs hjá Dalvík/Reyni,  félagsmenn sjá um gæslu. Sími umsjónarmanns er  625 4775.

Tjaldsvæðið er einkarekið það er ekki á vegum Fiskidagsins mikla né Dalvíkurbyggðar.

 Aðstaða:

  • Tjaldsvæðin eru í göngufæri við hátíðarsvæði Fiskidagsins mikla og alla þjónustu.
  • Snyrtingar, sturtur, losunarbúnaður fyrir húsbíla og aðgangur að rafmagni er á tjaldsvæði nr. 2 (sjá kort, inngangur 2).
  • Á öðrum svæðum verða eingöngu salerniskamrar.
  • Því miður er ekki hægt að tryggja öllum aðgang að rafmagni. Gestir eru beðnir um að nota rafmagnið á skynsaman hátt og lágmarka notkun á orkufrekum tækjum, til dæmis  rafmagnsofnum. Gjald fyrir rafmagn er 1.300 kr. á sólarhring.

 Öryggismál: Öryggissvæði verða merkt/máluð á tjaldsvæðum til að tryggja að slökkvilið og sjúkraflutningamenn geti komist leiðar sinnar í neyðartilvikum. Tjaldsvæðum er skipt upp í merkt hólf.

Mikilvægt er að gestir kynni sér hvaða svæði þeir tilheyri komi til þess að kallað verði eftir neyðaraðstoð.

 Til að auka öryggi gesta er mikilvægt að hafa hæfilegt bil á milli gistieininga. Öll stæði verða merkt og er stærð þeirra 6x10 metrar. Standi tjöld og ferðavagnar of þétt saman er mikil hætta á að eldur breiðist út milli tjalda eða ferðavagna.

  • Bil milli stakra tjalda skal vera 3 metrar að lágmarki.
  • Bil milli ferðavagna skal vera minnst 4 metrar.

 Í neyðartilfellum skal hafa samband við Neyðarlínuna í nr. 112.

Á tjaldsvæðum á Dalvík er engum undir 20 ára aldri heimilt að tjalda í Fiskidagsvikunni nema í fylgd með foreldrum.

 Ungu fólki sem uppfyllir ekki þessi skilyrði verður vísað frá og gert að fjarlægja tjöld og annan búnað ef tjaldað er án leyfis. Aðeins er heimilt að tjalda á merktum tjaldsvæðum.

 

  • Bílastæði eru við grunnskólann, Víkurröst og sunnan knattspyrnuæfingasvæðis við innkeyrslu í bæinn. Athugið einnig önnur merkt bílastæði í öllum bænum sem sjá má á korti. Sýnum útsjónarsemi og tillitssemi við að leggja ökutækjum og nýtum plássin vel. Bannað er að aka um tjaldsvæði að nóttu til. Ætlast er til að þess gestir hafi bíla sína ekki á sjálfum tjaldsvæðunum. Húsbílaeigendur sem leggja á tjaldsvæðum hreyfi þá ekki fyrr en við heimferð.

 

  • Sundlaug Dalvíkur verður opin þriðjudag til fimmtudags kl. 6:15-20, á föstudag 6:15-19, á laugardag 8-19 og á sunnudag 8-16. Aðgangseyrir er 1.100 kr. fyrir fullorðna, 400 kr. fyrir börn 6-18 ára en ókeypis fyrir börn á leikskólaaldri.

 

  • Sturtur verða opnaðar á neðri hæð sundlaugar ef mikið álag verður á sundlauginni og hún annar ekki gestafjöldanum.

 

  • Óskilamunum verður safnað saman í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar

 

VELKOMIN Á TJALDSVÆÐIÐ Á DALVÍK