Vináttukeðjan - Setning Fiskidagsins mikla

Vináttukeðjan 2017 – Setning fjölskylduhátíðarinnar “Fiskidagurinn mikli”
Vináttukeðjan er um klst. löng dagskrá. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla Júlíus Júlíusson setur hátíðina. Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri Akureyrarbæjar og stofnandi ástarvikunnar í Bolungarvík flytur vináttukeðjuræðuna 2017. Leikskólabörnin syngja, Guðmundur Kristjánsson og Selma dóttir hans taka lagið og Örn og Valdimar heilla gesti Vináttukeðjunnar. Friðrik Ómar, Gyða Jóhannesdóttir og karlaraddir ljúka dagskránni að venju með “Mömmu” laginu. Börnin fá vináttufána og knúskorti og vináttuböndum verður dreift, flugeldum skotið upp. Að venju verður risaknús til þess að leggja vináttu og náungakærleikslínur fyrir helgina.