Heimsmet ? - Rúmt tonn - Töframaður

Sæplast er 30 ára og heldur uppá það með ykkur kæru gestir.

Af þessu tilefni ætla Sæplastmenn í góðu samstarfi við aðra að reyna við heimsmet. Heimsmetið verður ekki að veruleika nema með frábæru samstarfi við Greifann á Akureyri. Þar vinna með með bros á vör gott starf undir dyggri stjórn Arinbjarnar Þórarinssonar, hann og hans fólk gera t.d klárar 500 16" kúlur af deigi og í pítsuna fer rétt rúmt eitt tonn af hráefni.  Stefna er sett á að reyna að baka 80 fermetra af saltfiskpítsu með EKTA saltfiski frá meistara Elvari Reykjalín milli kl 11.00 og 17.00 á Fiskidaginn mikla 9. ágúst, hver pítsa  er 120 tommur.

Á bás Sæplast verður mikið um að vera, Einar Mikael töframaður verður með 3 innkomur og ekki má gleyma því að fjölskylduratleikur Fiskidagsins Mikla er tileinkaður þessu tilefni og vinningarnir glæsilegir.